Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 95
TMM 2012 · 1 95 Fríða Björk Ingvarsdóttir Hlustað eftir andardrætti orðanna Jón Kalman Stefánsson: Himnaríki og helvíti, Bjartur 2007, Harmur englanna, Bjartur 2009, Hjarta mannsins, Bjartur 2012 Mitt í miklu andstreymi og mannraun- um finnur strákurinn, aðalsöguhetjan í trílógíunni Himnaríki og helvíti, Harm- ur englanna og Hjarta mannsins, lífs- þrótt sinn í knýjandi þörf fyrir orð. Ástin á skáldskapnum, þessum heimi innan spjalda bókar sem er svo einkennilega sannur þrátt fyrir að vera utan við hvers- dagslegan raunheiminn, drífur hann áfram. Strákurinn er svo nátengdur þeirri tjáningu sem felst í orðunum að þegar hann opnar bók, „þreifar [hann] á lögun orðanna, hlustar eftir andardrætti þeirra, […]“ (HE bls. 541) Orðin eru kynngimögnuð í þessum sögum og gegna lykilhlutverki. Þau eru þess megnug að verða manni að bana og halda öðrum lifandi. Þau eru alltum- lykjandi, vangaveltur um orðin spretta fram sí og æ, frásögnin leiðir lesandann yfir fjöll og firnindi, á haf út og í gegn- um verstu veður, en þegar allt kemur til alls er stundum eins og það sjónarspil sé einungis töfrabragð til að upplýsa hann nánar um orð – leið til að koma heim- spekilegum bakgrunni orða á framfæri, ráðgátunni sem í þeim felst. * Í miðju verksins stendur strákurinn sem aldrei er nefndur með nafni heldur ein- ungis skilgreindur með þessum hætti og verður því í huga lesandans ungur og óreyndur, saklaus og ómótaður, fulltrúi hins unga Íslands á mótum tveggja sam- félaga og tveggja alda. Segja má að fyrsta bókin um hann Himnaríki og helvíti, fjalli um sjósókn eins og hún var stund- uð á Íslandi rétt fyrir aldamótin 1900. Fyrri hluti sögunnar segir af verbúðalífi og róðrum, en sá seinni af verkunar- og verslunarleið fisksins í kringum sjó- sóknina í þorpinu. Í annarri bókinni, Harmi englanna, liggur leið stráksins upp á heiðar með landpóstinum Jens. Á því ferðalagi fær lesandinn að kynnast kotbúskap á afskekktum heiðum og í afdölum. Sauðkindin tekur við af fiskin- um sem lífsviðurværi þeirra sögupers- óna er strákurinn og pósturinn hitta. Sumstaðar eru þessi tveir meginstólpar íslenskrar afkomu reyndar samofnir og eru víða dregnar upp áhrifaríkar mynd- ir af striti, einmanaleika og auðnuleysi fólks sem þó hefur yfir sér menningar- lega reisn í þessum nöturlegu aðstæð- um. Þriðja og síðasta bókin, Hjarta mannsins, fjallar svo um sjálft þorpið, mannlífið sem var að mótast í þéttbýlis- kjörnum þegar gufuskipin voru að taka við af þilskipum. Uppgangi kaupmanna og borgarastéttarinnar eru gerð góð skil og líka lífsbaráttu verkafólks. Ytri veru- leiki verksins samanstendur þannig af flestum þeim þáttum þjóðlífsins sem mótuðu íslenska samfélagsmynd á sögu- tímanum fyrir röskum hundrað árum. Hvað varðar þá þjóðfélagsmynd sem dregin er upp, atvinnuhætti, verklag, mataræði, aðbúnað, klæðnað og þess háttar, eru þessi verk Jóns Kalmans D ó m a r u m b æ k u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.