Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 22
E i n a r M á r G u ð m u n d s s o n 22 TMM 2012 · 1 lögregluþjónninn var ekki í góðu skapi. Ég reyndi að spauga við hann en hafði lítið upp úr krafsinu. Hann stimplaði pappírana okkar og skráði okkur svo inn í þetta fríríki grjóts og vopna. Þegar við komum út sagði Joe Allard: „Sko, ég skal segja þér eitt, Einar. Þið Íslendingar eruð fínt fólk en um leið og þið eruð komnir í einkennisbúning missið þið allt skopskyn.“ „I guess you are right,“ sagði ég og minntist þess sem Halldór Laxness segir um einkennisbúninga í sögunni af ósigri ítalska loftflotans í Reykjavík 1933; af því að við eigum enga hermenn höfum við farið á mis við „þann alkunna dýrðarljóma sem stafar af einkennisbúningum ásamt þeim titlum og gráðum sem þessi sérkennilegi fatnaður tjáir.“ *** Nú sé ég Joe ljóslifandi fyrir mér þegar ég nefni þetta með einkennis- búningana, og ég skynja um leið hvað ég sakna hans. Síminn hringir ekki lengur óvænt og það er Joe að segja mér að hann sé á landinu. Joe er dáinn. Þetta er minningargrein um hann. Matthías Johannessen skáld var búinn að hvetja mig til að skrifa slíka grein. Joe Allard var vinur okkar beggja. Ég þekki Matthías að góðu einu. Ég ætla ekki að gera hann ábyrgan fyrir hegðun minni í sögunni eða þau viðhorf sem í henni kunna að speglast, enda er Matthías fyrrverandi ritstjóri Morgun- blaðsins og stuðningsmaður NATO og herstöðvarinnar á meðan hún var. Hægrimenn sem studdu Morgunblaðið töldu Matthías vinstrimann af því að hann orti ljóð í anda módernista og beatskálda en vinstrimenn sem voru á móti Morgunblaðinu voru klárir á því að Matthías væri hægrimaður og gæti því ekki verið skáld af því að skáld voru eðli máls- ins samkvæmt vinstrisinnuð. Svona var kalda stríðið. Seinna var einsog vinstrimenn iðruðust þessara glappaskota sinna og þá tóku þeir að lofa ljóð hans. En svona hugsaði ekki maður einsog Joe Allard. Hann kom úr annarri átt og það skipti hann engu máli hvort skáldin voru til vinstri eða hægri, bara ef skáldskapurinn er góður. Þá talar hann sínu eigin máli. Joe Allard þýddi tvær ljóðabækur eftir Matthías Johannessen Voices from across the Water (1997) og New Journeys (2004). Við Matthías vorum einu sinni með Joe Allard á bókmenntahátíð í Toronto í Kanada. Matthías las upp ljóð sín í þýðingu Joes Allard. Það var magnaður lestur. Þarna var einnig sonur Joes Allard, Christopher Allard, þekktur djass- gítarleikari í Englandi og Sane, japönsk eiginkona Joes. Joe Allard vann ötullega að kynningu og útgáfu íslenskra bókmennta á Englandi. Hann gaf út ljóð eftir ung skáld og bauð íslenskum höfundum að lesa upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.