Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 93
Á d r e p u r TMM 2012 · 1 93 taldar óhentugar, þar sem það hefði tekið mörg ár að ná fram tilætluðum árangri. Niðurstaðan var sú að „þurrka rústina, sætta sig við að sprungur mynduðust og finna forvörsluaðferð sem styrkti þornaðar torfleifarnar og gætu gert þær nægilega sterkar og lit þeirra eðlilegan.“ (Jannie A. Ebsen og Per T. Hadsund 2009:189). Forverðirnir lýsa því hvernig þeir þurftu að finna aðferð til að forverja torfið og beittu þeir greiningu á efnafræðilegri samsetningu þess. Samanburður á 1100 ára torfminj- um, 100 ára gömlu torfi frá Glaumbæ í Skagafirði og nýlega ristu torfi leiddi í ljós ólíka efnasamsetningu. Torfminjun- um voru gefnar einkunnir eftir þessa rannsókn, en niðurstaðan var sú að „torfið … var í eðli sínu meira ólífrænt en lífrænt […] Rætur og aðrir jurtahlut- ar sem upprunalega héldu torfinu saman og gerðu það heppilegt bygging- arefni hafa eyðst með tímanum og nú eru aðeins örsmáar agnir eftir sem ekki hanga saman og því er efnið mjög við- kvæmt.“ (Jannie A. Ebsen og Per T. Hadsund 2009:193). Eftir að þetta var orðið ljóst, þurfti að finna leið til þess að styrkja torfið og „stöðva niðurbrot þess“, eins og það var orðað. Eftir nokkrar til- raunir töldu forverðirnir að best væri að nota efni sem hægt væri að blanda saman við torfið, svonefnt tetraethyl silicate (sílikat), en það steingerir vegg- ina. Um 12.000 lítrum af efninu var úðað yfir rústirnar á um fimm vikum. Meðhöndlunin endaði með því að „yfir- borð [torfsins] var hart eins og frauð- steypa“ (Jannie A. Ebsen og Per T. Had- sund 2009:200). Þegar harka torfsins [var síðan] mæld, gerðar prófanir af handahófi og þunn- sneiðar skoðaðar, þótti sýnt að for- vörsluvökvinn væri alls staðar í veggjum, ofan frá og niður í gegn og því hefði meðhöndlunin heppnast. (Jannie A. Ebsen og Per T. Hadsund 2009:200). Hér hefur torfinu verið umbreytt í „varanlegra efni“ og gjörbreytt eigin- leikum þess sem voru greindir af for- vörðunum í upphafi ferlisins. Umbreyt- ingin hefur einnig útilokað handverks- hefðina, sem þó er sögð „inngróin í byggingarhefðina“, svo rifjuð séu upp orð Hjörleifs hér á undan. Það má spyrja sig að því hvaða þýðingu þetta hefur fyrir hugmyndina um varðveislu, þar sem gengið er svo langt að fólk er tilbúið til að gjörbreyta eiginleikum torfsins, þeirri menningu sem orðið hefur til í kringum það og um leið möguleikum næstu kynslóða til þess að setja mark sitt á minjarnar. Sé tekið mið af því sem Björnar Olsen hefur haldið fram um mikilvægi efnismenningar og hvert við- horfið til hrörnunar hefur verið, þá kemur frauðsteypugerðin við Aðalstræt- is-rústina ekki á óvart. Vangaveltur Olsen gefa okkur hins vegar tilefni til þess að velta því fyrir sér hvort að það hefði ekki mátt fara aðra leið í miðlun og varðveislu rústarinnar, leið hrörnun- arinnar. Hefði það verið gert væri lögð áhersla á það lífræna samband sem torf á í við umhverfi sitt – og forverðirnir Edsen og Hadsund fjalla meðal annars um í sinni grein. Hefði sú leið verið valin hefði flest af því sem finna má á sýningunni Landnámssýningunni „Reykjavík 871 ± 2“ verið til staðar, en í stað harðrar torfsteypu í miðju sýning- arrýminu væri að finna rúst sem smám saman, eftir því sem tíminn liði, myndi hrörna og hverfa fyrir sjónum komandi kynslóða. Væri eiginleikum torfsins – og handverkshefðinni sem er að deyja út, að sögn – kannski best miðlað þann- ig, þar sem við sæjum með berum augum hvernig „holdið á beinum bygg- ingarinnar“ berar sig og flagnar loks af?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.