Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 64
J ó n K a r l H e l g a s o n 64 TMM 2012 · 1 góða“.4 Á næstu áratugum voru Bjarni og Jónas gjarnan nefndir í sömu andránni sem bestu skáld þjóðarinnar og notaðir sem mælikvarðar hvor á annan.5 „Þessir tveir menn, sem eru svo ólíkir og þó svo líkir, grundvalla alla stefnu hinna síðari tíma,“ skrifaði Jónas Jónasson frá Hrafnagili í yfirlitsgrein um íslenskar bókmenntir nítjándu aldar í Skírni 1881 og bætti við: Sem skáldum má jafna þeim svo saman, að Bjarni er einvaldur og þolir engan samjöfnuð; hann er Napoleon skáldanna hér; Jónas er viðráðanlegur, og getur miðazt við aðra; hann er eius [svo] og Gustaf Adolf. Báðir þessir menn hafa lík áhrif og Goethe og Schiller hjá Þjóðverjum. Ef að eins annar þeirra hefði verið, hefði hann eigi gjört nærri því önnur eins áhrif; annar bætir upp það sem hinn vantar; Bjarni bætir Jónas með hinu risavaxna hugsjónarafli, en Jónas bætir Bjarna með þýðleik sínum og inndæli.6 Í ljósi þessa mats er forvitnilegt að velta fyrir sér hvenær, hvernig og hvers vegna Jónas skýtur Bjarna ref fyrir rass sem þjóðskáld. Nú er svo komið að afmælisdags Jónasar, 16. nóvember, er minnst árlega sem Dags íslenskrar tungu og fæðingarstaður hans, Hraun í Öxnadal, er friðlýstur fólkvangur. Hvorki afmælisdagur Bjarna né fæðingarstaður hans, Brautarholt á Kjalarnesi, njóta slíkrar blessunar af hálfu opinberra aðila. Ekki er til einföld skýring á því af hverju þróunin hefur orðið með þessum hætti en hér verður hugað að nokkrum vísbendingum um núning og meting milli stuðningsmanna þeirra tveggja á ofanverðri nítjándu öld um hvor ætti fremur skilið að bera lárviðarkrans. Athyglis- vert er að í báðum hópum koma nánir ættingjar skáldanna tveggja við sögu. 2 Hannes Hafstein vakti fyrst á sér athygli sem skáld fyrir kvæði og þýðingar sem birtust árið 1881 í fyrsta hefti tímaritsins Verðandi, boðbera raunsæisstefnunnar (natúralismans) í íslenskum bókmenntum. Að útgáfunni stóðu, auk Hannesar, Hafnarstúdentarnir Gestur Páls- son, Einar Hjörleifsson (síðar Kvaran) og Bertel E.Ó. Þorleifsson en kostnaðarmaður var Tryggvi Gunnarsson, móðurbróðir Hannesar. Tryggvi var þá búsettur í Kaupmannahöfn, hann var féhirðir í stjórn Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins og hlutaðist til um að frændi sinn fengi starf við útgáfu þess á verkum Jónasar Hallgríms- sonar.7 Kosin var fimm manna útgáfunefnd á almennum fundi í félaginu vorið 1882 og hlutu eftirfarandi kosningu: Konráð Gíslason sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.