Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 91
Á d r e p u r
TMM 2012 · 1 91
Átakapunktarnir verða sýnilegir og
beinagrindin – innri uppbygging, sem
allt hangir á – […] klæði eða hold bygg-
ingarinnar – flagnar af. (Edensor í Olsen
2010:170).
Eins og komið hefur fram leggur Björn-
ar Olsen áherslu á að það sem hann
kallar „hughrif um varanleika“ sem
hann heldur fram að hafi haft mótandi
áhrif í mannlegum samfélögum í fortíð
og nútíð. Nú má kannski segja að sú
yfirlýsing sé nokkuð glannaleg, þar sem
hún gerir ekki ráð fyrir menningarlegri
fjölbreytni, en hún á einkar vel við
þegar lýsa á því sem gerist meðal starfs-
manna safna og í faggreinum forvörslu á
menningarminjum. Á þeim sviðum hafa
hughrif um varanleika verið gerð að
faglegri vitund og um leið keppikefli í
störfum þeirra (Munos-Vinas 2005).
Hér á landi hefur þetta viðhorf ekki síst
beinst að varðveislu torfhúsa, eins og
sést glöggt í fyrstu grein Hjörleifs „Aka-
demískt torf“ sem birtist í TMM 1/2011:
torfhúsin […] eru ekki endingargóð en
léleg ending er galli frá sjónarhóli þess
manns sem kýs að verja tíma sínum
og fjármunum til annars en að strita
við moldarvinnu og reyndar eru gallar
torfhússins margir fleiri. Menn reyndu
áður fyrr sífellt að endurbæta torfbæina
og gera að betri híbýlum og sú viðleitni
var inngróin í byggingarhefðina. Þegar
gamall torfbær er hins vegar tekinn til
varðveislu sem menningarsögulegar
minjar verða viðhorfin að breytast.
Viðfangsefnið verður meðal annars
fólgið í því að halda við bænum eftir
því sem hann hrörnar og breyta honum
sem minnst. Fylgja verður þeim bygg-
ingaraðferðum sem bærinn lýtur og
leitast við að gera hvern byggingarhluta
sem endingarbestan innan þess svigrúms
sem hefðin leyfir. (bls. 78)
Eiginleikar torfsins fá ekki háa einkunn
í þessari tilvitnun, en þar er því lýst sem
svo að það hafi „lélega endingu“ og þurfi
mikið „strit“ við. Í sömu grein er því
einnig haldið fram að torfbæir hafi
verið „óheilsusamlegir“ og er það endur-
tekning á þeim sjónarmiðum sem Guð-
mundur Hannesson læknir og fleiri hafa
í gegnum tíðina viðrað um torfbæi. Hér
er nálgunin við torfbæi út frá þeim
sjónarhóli að þrátt fyrir að „sífelldar“
endurbætur þeirra hafi verið „inngrónar
í byggingarhefðina“ þá þurfi viðhorfs-
breytingu þegar bæirnir eru teknir til
varðveislu. Engar skýringar fylgja því af
hverju viðhorfin verði að breytast. Það
er hins vegar mikilvægt að spyrja, í
framhaldi af þessari skoðun, hversu
langt menn séu tilbúnir að ganga í við-
horfsbreytingum gagnvart efninu sem
um ræðir hverju sinni og varðveislu
menningarsögulegra minja. Og hversu
langt menn séu tilbúnir til þess að ganga
innan þess svigrúms sem hefðin leyfir?
Lesendum TMM er sjálfsagt kunnugt
um tilvist Stangar í Þjórsárdal, en þar
má finna rústir af torfhúsi frá 10. öld.
Þann tíma sem Kristján Eldjárn var
þjóðminjavörður fór hann á hverju vori
að Stöng til að „strita“ við viðhald á
torfhleðslum bæjarins sem voru endur-
hlaðnar á grunni rústarinnar. Sú vinna
er í anda þeirra hugmynda um varð-
veislu menningarsögulegra minja, að
handverkshefðin sé órjúfanlegur hluti af
torfbæjararfinum. Farin var aftur á
móti þveröfug leið, undir stjórn Hjör-
leifs Stefánssonar, við varðveislu á einu
elsta torfi landsins sem fannst við Aðal-
stræti í Reykjavík en óhætt er að segja
að þar hafi „hughrif um varanleika“
fengið að njóta sín.
Landnámssýningin „Reykjavík
871 ± 2“
Á árunum 2001–2005 fór fram upp-
gröftur við Aðalstræti í Reykjavík.
Fundust þar leifar af torfvegg frá land-