Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 106
D ó m a r u m b æ k u r
106 TMM 2012 · 1
Chopin í Sálin vaknar, sem syndir á vit
frelsisins og kýs að deyja þannig fremur
en beygja sig undir feðraveldi og smá-
borgaraskap. Einnig Esther Greenwood,
í Glerhjálmi Sylviu Plath, sem er svo góð
sundkona að henni tekst ekki að
drukkna sama hvað hún reynir, og loks
stúlkuna í smásögunni meistaralegu
Sund, eftir Svövu Jakobsdóttur, sem
lærir að fleyta sér á meðan líf ömmu
hennar, markað kvenlegri þjónustulund
fyrri tíma, fjarar út.
Annað teikn er skilur lesandann eftir
með þá von í hjarta að „lifðu!“, ákall
móður stráksins rætist, eru ljóðlínur
Paradísarmissis sem skjóta upp kollin-
um líkt og í kaflanum um dauða Bárðar.
Þessar línur móta söguna í hring, því
þótt Bárður í upphafi Himnaríkis og
helvítis hafi ekki fengið að njóta Sigríðar
sinnar eins og strákurinn fær að njóta
Álfheiðar í hellinum, þá gafst hann
aldrei upp á orðunum. Ekki einu sinni
þótt hann þyrfti að deyja þeirra vegna.
Þvert á móti notaði hann síðustu orkuna
til að hvísla að stráknum ljóðlínunni
sem hann var búin að læra og hafði
vitnað til í hinsta bréfi sínu til unnustu
sinnar; „ekkert er mér indælt utan þín!“
(H&H bls. 81). Þetta voru síðustu orðin
sem Bárður mælti í lífinu, og þau eru
ekki einungis skáldskapur í þeim kring-
umstæðum sem hann mælir þau, heldur
sannur og karlmannlegur hetjuskapur
sem hann blæs stráknum í brjóst; ástar-
játning og óður til lífsins frekar en
dauðans. Þessi sömu orð hrópar strák-
urinn þegar hann er að drukkna í sjón-
um; „Hrópar það í þrígang og af öllum
kröftum, sendir það upp eins og neyðar-
blys […]“ (HM bls. 378). Og þessi
kynngimögnuðu orð Miltons og Jóns frá
Bægisá verða til þess að Álfhildur
kemur auga á hann. Orðin verða strákn-
um til bjargar, að minnsta kosti um sinn
– rétt eins og þau verða Bárði að bana.
Og svo mikið er víst að ef strákurinn
lifir þá á hann góða von um að láta
draum foreldra sinna um að lifa upp-
lýstu lífi rætast, með nútímakonunni
Álfhildi og undir verndarvæng Geir-
þrúðar.
*
Jón Kalman hefur unnið þrekvirki með
þessu mikla verki sem er óvenju vel
skrifað og ígrundað. Frásagnarmátinn
er eins og áður sagði einstakur; í senn
áleitinn og ljóðrænn. Höfundinum tekst
að gera grein fyrir samfélagsþróun,
þjóðháttum og mannlífi á Íslandi rétt
áður en nútíminn hélt innreið sína, í
sömu andrá og hann greinir þýðingu
heimsbókmenntanna fyrir þessa bók-
elsku þjóð; hlustar eftir andardrætti
orðanna, eftir heiminum á bak við
heiminn, eins og segir í Harmi engl-
anna.
Í þessum þremur bindum býður höf-
undurinn upp á ýmsar snjallar myndir
af helvíti (og einstaka himnaríki): „Hel-
víti er dáin manneskja“ (bls. 88), „helvíti
er að hafa handleggi en engan til að
faðma“ (bls. 40), „[h]elvíti er að vita ekki
hvort maður er dáinn eða lifandi“ (bls.
103) og himnaríki er „kaffi og rúg-
brauð“ (H&H bls. 84). Heitasta helvítið
af öllum miðað við boðskap þessara
bóka hlýtur þó að vera heimur án orða.
Tilvísanir
1 HE: Harmur englanna eftir Jón Kalman
Stefánsson, Bjartur, 2. útgáfa 2010.
2 H&H: Himnaríki og helvíti eftir Jón
Kalman Stefánsson, Bjartur, 2. útgáfa, 2.
prentun 2010.
3 Sjá; „Um Gunnar Gunnarsson, Aðventu og
skuggann í höfði okkar“, Jón Kalman Stef-
ánsson, Lesbók Morgunblaðsins, 14.01.2006.
4 HM: Hjarta mannsins eftir Jón Kalman
Stefánsson, Bjartur, 1. útgáfa 2011.