Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 118
D ó m a r u m b æ k u r 118 TMM 2012 · 1 En þar er að finna margt það helsta sem síðan er útfært í Mennt er máttur með ítarlegri, afdráttarlausari og háskalegri hætti: fagnaðarerindi nautnastefnu sem sameinar kynlífsfíkn (sjálfur kallaði Þórður sig stundum erótóman) nautna- lífi í bókmenntum og tónlist – í bland við grimmt háð og níð um guð og menn, einkum nafngreinda íslenska menntamenn og skáld. Eins og Hjálmar Sveinsson, sem bókina gefur út, segir í greinargóðum eftirmála, þá þótti bæði Elíasi og fleirum texti þessi svo „bersög- ull“ (220) að enginn átti von á því að hann kæmi fyrir almenningssjónir í bráð. Það sama má segja um margt í bók Þorsteins Antonssonar Þórðargleði. Þor- steinn tekur sér fyrir hendur að „leita mannsins“ Elíasar Mar, skoða hvernig hann varð til, en þó segist hann einkum hafa sett sér það markmið að leita „svara við spurningum um höfundarferil hans sem margsinnis hafa verið bornar upp en ósvarað hefur verið til þessa dags svo viðunandi hafi þótt“ (7). Þorsteinn á við það, að margir menn hafa, hátt og í hljóði, spurt að því, hvernig á því stóð að Elías Mar, sem fæddur var 1925, hafi frá tvítugu til þrjátíu og fimm ára aldurs verið atkvæðamikill rithöfundur sem samdi m.a. fjórar skáldsögur, en síðan lagt frá sér pennann um 1960 og fátt eitt skrifað síðan. Nema þá smásöguna sem er byggð upp sem samtal saklauss sögu- manns við Þórð Sigtryggsson og fyrr var nefnd og þrjár ljóðabækur sem út komu áður en ævi hans lauk árið 2007. En eins og nefnt var heitir bókin Þórðargleði – eftir því sem á líður frásögn Þorsteins verður sá tilraunamaður með dramb og hroka æ fyrirferðarmeiri sem örlaga- valdur í lífi Elíasar og eru samskipti þeirra rakin, ekki síst með ítarlegum til- vísunum í bréf sem fóru þeirra í milli. Þar er að finna „bersögli“ ekki minni en í Mennt er máttur og því hefði bók Þor- steins til skamms tíma verið svotil jafn ólíkleg á „jólamarkaði í ár“ og endur- minningar Þórðar. Ekki saklaus lesandi Nú er að játa það, að sá sem fjallar hér í TMM um þessar bækur tvær er ekki saklaus lesandi. Ég þekkti allvel tilefni og innihald þeirra beggja. Eins og ég get um í kafla sem fjallar um Þórð Sig- tryggsson í bók okkar Lenu Bergmann, Blátt og rautt, þá kynntist ég karli þegar ég var unglingur í Keflavík. Það var á heimili góðs vinar okkar beggja, Krist- jáns Helgasonar píanóleikara og konu hans Elínar. Þórður mat Kristján, sem hann hafði tekið að sér átta ára gamlan og kennt músík, umfram alla aðra menn. Samband þeirra var svo undar- legt og hlýlegt (einkum ef haft er í huga þvílíkan strigakjaft Þórður brúkaði um flesta aðra menn) að enn í dag á ég erfitt með að viðurkenna í verki þá staðreynd sem þó við blasir: nú væri það samband sem Þórður átti fyrr á árum við Kristján sem tíu til sextán ára dreng hiklaust kallaður glæpur gegn barni. En hvað um það: ekki hafði ég oft hitt Þórð á heimili Kristjáns og Elínar í kjallara Sjálfstæðis- hússins í Keflavík þegar alkóhólisminn varð Kristjáni að bana aðeins 37 ára gömlum árið 1954. Það sumar dvaldi Þórður hjá ekkju hans, sem var nær óhuggandi, og sýndi þá vel sínar skástu hliðar. Ég sat oft hjá þeim á kvöldin, eða gekk með Þórði um Keflavík, hlustandi eins og drengurinn í „Saman lagt spott og speki“ á glæsilega eða hrikalega sleggjudóma hans um heimsmenn- inguna og íslenska menntamenn. Þegar ég fór um haustið til náms í Moskvu hafði ég með mér nokkur heilræði Þórð- ar um listina að lifa og svo beiðni hans um að leita uppi fyrir hann ýmislega fágæta músík á nótum og plötum.1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.