Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 90
Á d r e p u r 90 TMM 2012 · 1 þeirra. Jónas Jónsson frá Hriflu staðhæfir til dæmis árið 1927 að Íslendingar séu „byrjendur í byggingarlistinni“ (Jónas Jónsson 1927:19). Svo útbreidd er þessi skoðun að Hjörleifur Stefánsson sjálfur, sem er fyrrum umsjónarmaður með húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, minn- ist ekki á það í nýlegri bók sinni, Andi Reykjavíkur (2008), hvernig torfhúsum í bænum var rutt úr vegi og hvernig þær aðgerðir bjuggu í raun til anda Reykja- víkur. En um miðja nítjándu öldina var Reykjavík „torfbæjarborg“. (Árni Óla 1949:493) og var síðasta torfhúsið í bænum, Litla-Brekka við Suðurgötu, ekki rifið fyrr en árið 1980. Hughrif varanleikans Við höfum séð hér að framan hvernig torfi og torfbyggingum hafa verið eign- aðir eiginleikar sem hafa stofnað heilsu fólks í tvísýnu og hvernig táknrænt gildi torfsins og torfbæjarins hefur að ein- hverju leyti tekið yfir það sem við getum kallað efnislega eiginleika þess. Tákn- rænar myndir af þeim efnisveruleika sem fólk býr við hefur norski fornleifa- fræðingurinn Björnar Olsen gagnrýnt í nýlegri bók. Hann heldur því fram að kenningarstraumar innan félags- og hugvísinda, sem horfa framhjá eigin- leikum hluta í kenningarsmíði sinni, séu á villigötum. Mikilvægi efnislegra hluta, segir hann, er fyrst og fremst metið út frá gildi þeirra sem „líkingarmál, tákn, íkon, skilaboð og texti“ færa þeim í stað þess að horft sé á eðlislæga eiginleika þeirra sjálfra (2010:34). Það er of langt mál að gera grein fyrir þessari gagnrýni, en mig langar til að draga fram þætti sem Olsen telur að séu meðal eðlislægr- ar náttúru hluta, ef ég má orða það svo. Þessi náttúra hluta bregður, að mínu mati, áhugaverðu ljósi á torf, torfbæja- rústir og leiðir sem eru farnar til að miðla þessum menningararfi. Olsen heldur því fram að ending hluta og það að þeir séu til staðar séu mikilvægir eiginleikar efnislegra hluta, ef ekki þeir mikilvægustu. Ástæðan fyrir mikilvægi þeirra, segir hann, stafar af því að hlutir sem slíkir bjóða upp á tilfinningu fyrir öryggi og spásögn um framtíðina. Þessar hugmyndir um áreiðanlega endingu hluta, segir Olsen, fela í sér að hlutir eru taldir til taks fyrir félagsleg og menningarleg tengsl í fram- tíðinni og þar með hafa þeir mikilvægu hlutverki að gegna fyrir hverskonar end- urtekningar. Vegna þessa eiginleika gera þeir fólki kleift að safna því sem er liðið í tíma, fortíðinni. (2010:160). Olsen heldur því fram að hugmyndin um stöð- ugleika hluta sé álitin eðlilegt ástand þeirra og kalli það fram friðþægingu hjá fólki og skipti miklu máli með ýmsum hætti – fyrir samfélagið, félagsleg tengsl og tilveru einstaklinga – eða með öðrum orðum „„hlutir á réttum stað“ þykja jarðtenging fyrir jafnvægi sálar- innar; þar sem stöðugleiki hluta sem fólk notar frá degi til dags færir því hug- hrif um varanleika“ (2010:159). Olsen gerir einnig viðhorfið til hrörn- unar að umtalsefni í bók sinni. Hrörnun hluta er talin neikvæð, segir hann, þar sem þeir eru taldir spillast og lítil lækk- ast í efnafræðilegum ferlum. Á sama tíma er litið svo á að upplýsingar, þekk- ing og minning þeim tengdum tapist í ferlinu. Olsen vill snúa þessari skoðun við og líta svo á að í þessu ferli breytinga verði til ný og eftirsóknarverð þekking. Olsen vitnar í breska fornleifafræðing- inn Tim Edensor sem lýsir þessari við- horfsbreytingu á þennan hátt: Rústir skapa óþekkt landslag, þar sem þær afhjúpa það sem var hulið áður; hlutirnir sem gerðu bygginguna heil- lega eru berskjaldaðir, þeim hefur verið svipt ofan af töfrum hennar. Innviðirnir […] innyfli byggingarinnar – leka út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.