Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 83
I n n i s k ó r TMM 2012 · 1 83 Tengdapabbi stóð upp með erfiðismunum og staulaðist nokkur skref um búðina. Ég fylgdi honum eftir. „Hvernig kanntu við þá?“ spurði afgreiðslukonan. Hann gaf lítið út á það en spurði hvort þetta væru endingargóðir og sterkir skór. Afgreiðslukonan sagðist halda að þeir ættu að endast betur en gamla gerðin vegna þess að sólinn væri ekki úr korki. „Sumir vilja heldur korkinn en þetta eru samt mjög vandaðir skór líka.“ „Hvað segir þú?“ spurði hann mig. „Mundir þú kaupa þér svona skó?“ „Í þínum sporum mundi ég ekki hika við það.“ „En ef þú værir að kaupa skó á sjálfan þig?“ „Já, þeir kæmu vel til greina. Þetta eru sterklegir og breiðir skór og liturinn er praktískur.“ „Þú segir það.“ „Ekki spurning.“ Ég undraðist þetta óöryggi hans enda var hann þekktur fyrir sérvisku sína. Mat varð að elda á ákveðinn hátt annars kom skrýtinn svipur á hann, frá fötum þurfti að ganga eftir kúnstarinnar reglum og skór áttu að vera pússaðir, annars gekk hann ekki í þeim. Af hverju hann þráspurði mig um álit vissi ég ekki enda var ég ekki neinn sérstakur smekkmaður þegar kom að skóm, átti jafnvel til að ganga í illa burst- uðum og ljótum skóm, dóttur hans til mikils ama. „Já, hann segir það,“ sagði tengdapabbi og beindi orðum sínum að afgreiðslukonunni. Síminn hringir, þau í vinnunni að spyrja hvort ég sé ekkert að koma, það þurfi að græja ákveðið mál fyrir fimm. Ég lít á klukkuna, hún er að verða hálfþrjú og ég á eftir að keyra hann á líknardeildina aftur. „Viltu ekki bara skella þér á þessa skó?“ segi ég við tengdapabba. „Mér sýnist að þú fáir ekki hentugri skó hérna.“ „Ætli það ekki bara,“ sagði hann og rétti afgreiðsludömunni kortið sitt. Þegar hún kom með miðann tók ég eftir því að hann átti orðið erfitt með að skrifa nafnið sitt. *** Tíu dögum síðar lá tengdapabbi banaleguna. Hann leit enn ágætlega út en sykursýkin og krabbameinið höfðu gert svo harða hríð að honum að líffærin þoldu ekki meira. Síðasta blóðskilun hafði ekki tekist sem skyldi vegna þess að blóðþrýstingurinn féll hjá honum og von bráðar lagðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.