Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 99
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 1 99
urinn hirðir ekki einu sinni um að
fylgja félaga sínum og besta vini til graf-
ar en heldur rakleitt af stað gangandi til
þorpsins. Hann velur sér erfiðari og
lengri leið yfir heiðina, frekar en Ófær-
una fyrir fjallið, því hann vill ekki vera í
námunda við hafið framar, hvað þá feta
spor þeirra Bárðar til baka einungis
nokkrum klukkustundum eftir að þeir
fóru þar um fullir vonar og hugljómun-
ar. Strákurinn hefur þegar lifað sinn
Paradísarmissi. Hann er búinn að missa
alla og gælir við þá hugmynd að týna
sjálfur lífinu á leiðinni, gefa sig á vald
þögninni.
Það á þó ekki fyrir stráknum að
liggja að hverfa úr þessum heimi enn
sem komið er. Orðin sem urðu Bárði að
bana, draga hann upp úr hverjum skafl-
inum á fætur öðrum þegar þögnin er
komin ískyggilega nærri. Bókinni ætlar
hann nefnilega að skila og það gerir
hann, þótt það kosti hann næstum lífið.
Enda veit hann manna best að dauðinn
er ekki auðveld lausn, „það er ábyrgðar-
hluti að deyja“ (H&H bls. 99).
Með vissum hætti má segja að dauði
Bárðar fleyti stráknum í átt að betra lífi.
Hann eignast nýja vini í Plássinu; Geir-
þrúði, Helgu og Kolbein, en þau búa
saman í einskonar andófi við valda-
mesta fólkið í þorpinu – aðhyllast við-
horf sem eru mun nútímalegri og
umburðarlyndari en tímarnir í kringum
1900 þoldu. Strákurinn fær inni hjá
þeim. Ást hans á orðum og trúmennska
gagnvart stórvirki Miltons í eigu Kol-
beins færir hann undir þeirra verndar-
væng.
Strákurinn lifir sem sagt af og undir
lok fyrsta bindis Himnaríkis og helvítis
hefur hann snúið baki við sjómennsk-
unni, við lífi því sem faðir hans og for-
feður hafa lifað fram að þessu. Líf hans
hefur tekið nýja stefnu, enda er hann
kominn í annars konar samfélag. Þétt-
býlið hefur tekið við af forneskjulegum
kotbúskap og fiskiróðrum á árabátum.
Sjálfstraust stráksins hefur einnig eflst
til mikilla muna samhliða því að honum
opnast nýir möguleikar. Hann er líka
skemmtilega hégómlegur, áttar sig fljótt
á því að það breytist einnig ýmislegt við
að komast í þokkaleg föt í fyrsta skipti á
ævinni. Mestu skiptir þó að lífsviðhorf
fólksins í húsi Geirlaugar mótast af ást á
bókum, jafnræði og samhjálp, sem
minnir á viðhorfin sem móðir stráksins
hefur lýst í bréfum sínum til hans þar
sem hún segir af sér og föður hans til að
halda vakandi minningum hans um þau
og þá drauma sem þau áttu sér. Strákur-
inn er í einhverjum skilningi kominn í
„föðurhús“ í fyrsta sinn frá því að pabbi
hans drukknaði og heimilið var leyst
upp. Gildir þá einu þótt kvenmaður sé í
forsvari fyrir húsinu á tímum sem rétt
mörkuðu árdaga kvenréttinda – Geir-
þrúður er nefnilega á við hvaða karl sem
er. Og það er sem sagt í hennar húsi sem
við finnum strákinn í upphafi annars
bindis trílógíunnar, Harmi englanna.
Orð sem hjálparsveitir
Harmur englanna er tákn fyrir snjóinn.
Það er engu líkara en svo margir hafi
drukknað að englarnir geti ekki hætt að
gráta. Af snjó er því svo sannarlega nóg í
þessum miðhluta sögunnar af strákn-
um. Og ef saga vináttunnar við Bárð var
sögð í tengslum við hafið í Himnaríki
og helvíti, þá þroskast vináttan við Jens
landpóst í réttu hlutfalli við fannfergið í
Harmi englanna. Meðfram því að gera
þorpslífinu skil er þetta miðjubindi trí-
lógíu Jóns Kalmans þó fyrst og fremst
saga af lærdómi og orðum. Af átökum
þeim tengdum, áhrifamætti þeirra og
hversu langt menn ganga til að koma
orðum og visku til skila.
Það virkar með nokkrum ólíkindum
á lesandann, þegar strákurinn er loksins