Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 96
D ó m a r u m b æ k u r
96 TMM 2012 · 1
hreinasti fjársjóður. Lýsingar eru
nákvæmar og trúverðugar, augljóslega
byggðar á greinagóðri heimildavinnu og
veita áhugaverða innsýn í lífshætti og
lífsbaráttu þjóðarinnar á þessum tíma.
*
Vissulega má segja sem svo að allt séu
þetta kunnugleg stef úr íslenskum bók-
menntum í gegnum tíðina – margir sem
Jón Kalman dregur fram á sögusviðið
eru t.a.m. náskyldir þjóðþekktum pers-
ónum Halldórs Laxness og Gunnars
Gunnarssonar, ekki síst í Sjálfstæðu
fólki og Aðventu, jafnt sem þeirra höf-
unda seinni tíma er gert hafa sagnfræði-
lega arfleið að yrkisefni sínu. Spyrja má
hverju Jón Kalman hafi þarna við að
bæta; hvort honum takist að glæða
þennan þjóðlega efnivið nýju lífi án þess
að hann verði endurtekningum eða
klisjum að bráð. Því er auðsvarað: það
tekst honum svo um munar. Og það er
ekki síst fyrir tilstilli frásagnaraðferðar-
innar.
Öll verkin eru sögð í fyrstu persónu
fleirtölu; af eins konar kór sem talar um
„okkur“ og virðist samanstanda af
öllum „hinum dauðu“, fram á okkar
daga. Kórinn ávarpar lesandann beint af
og til í skáletruðum köflum sem skera
sig frá meginfrásögninni. Fyrir vikið
verður til nokkurs konar andrými innan
sögunnar sem tilheyrir fortíð sögusviðs-
ins og þar sem engu er líkara en hinir
dauðu tali handan sögutímans; og hlut-
verk þeirra sé að fleyta frásögninni
áfram til okkar tíma. Í raun er Jón Kal-
man hér að beita áþekku stílbragði og í
grískum leikuppfærslum fornaldar. Kór-
inn kemur af og til inn í frásögnina til
að hafa orð á einhverju í framvindunni
– útskýra, árétta eða hnika til sjónar-
horni. Rétt eins og í grísku leikritahefð-
inni er stundum álitamál hvort kórinn
skipti máli í megintextanum, en þegar
upp er staðið og heildin skoðuð er ljóst
að svo er. Kórinn leiðir lesandann áfram
á meira abstrakt nótum en frásögnin
annars myndi bera, hann skapar kjöl-
festu sem víkkar söguna út – stækkar
hana langt út fyrir þau hversdagslegu
atvik sem þar eru rakin.
Innri tíma verkanna þriggja spannar
nefnilega tiltölulega stutt tímabil, frá
síðbúnu vori og fram á haust, en eigi að
síður er tímasvið frásagnarmátans óra-
vítt í skynjun lesandans. Því ekki ein-
ungis tekur það til allrar fortíðar sögu-
sviðsins, eins og áður sagði, heldur
einnig alls þess tíma sem liðið hefur
fram á þessa daga. Höfundinum tekst
m.ö.o. að skapa með lesandanum til-
finningu fyrir því að sá tími sem er
undir frá því sagan átti sér stað, þegar
strákurinn lagði upp í vegferð sína
undir lok nítjándu aldar, brúi bilið
þangað til lesandinn fær bókina í upp-
hafi þeirra tuttugustu og fyrstu. Það er
engu líkara en sagan – í merkingunni
mannkynssagan – segi sig sjálf; f leyti
þessari miklu sagnfræðilegu vídd áfram
til okkar, eins og til að árétta þá stað-
reynd að við lesendur, rétt eins og strák-
urinn, erum einungis sandkorn á strönd
eilífðarinnar. Átök lífsins, harmleikir og
hamingja verða í senn óendanlega mik-
ilvæg og óbærilega léttvæg vegna frá-
sagnaraðferðarinnar; afstæði tilvistar-
innar blasir við.
Í þessu forna sjónarhorni kórsins felst
einkar áhugaverð sálfræðileg afstaða
gagnvart efniviðnum. Fyrir tilstilli sjón-
arhornsins tekst höfundinum að sam-
þætta fortíð, ritunartíma og nútíð, sögu-
legri arfleifð þjóðarinnar og hlutverki
bókmennta sem hreyfiafls í gegnum
aldirnar. Hið forna stílbragð verður
m.ö.o. til þess að marka Jóni Kalmani
listræna sérstöðu í samtímanum.
Frásagnaraðferðin auðveldar lesand-
anum að kynnast innri manni sögupers-