Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 142
D ó m a r u m b æ k u r
142 TMM 2012 · 1
stjórn til Austur-Evrópu. Á bls. 248
segir Stefanía að niðurstöður fáist með
atkvæðagreiðslum á ríkisstjórnarfund-
um. Það er ekki rétt. Það gerist yfirleitt
ekki. Það var lengi eitt ákvæði í lögum
um það að ríkisstjórn tæki saman
ákvörðun um mál og það var þegar lána
átti þjóðargersemar, handrit, úr landi.
Það fóru stundum fram skoðanakann-
anir á ríkisstjórnarfundum en ekki
atkvæðagreiðslur því það væri meining-
arleysa. Þó skilst manni af fréttum að
núverandi ríkisstjórn fjalli stundum um
mál eins og hún væri fjölskipað stjórn-
vald. Það þekki ég ekki og kannski á
Stefanía við það. Fram kemur að for-
ystumenn flokkanna hafi velt því fyrir
sér að mynda minnihlutastjórn sumarið
1978. Það var aldrei gert í neinni alvöru,
en það var mikið talað um það í fjöl-
miðlum og Framsóknarflokkurinn
bauðst til að styðja minnihlutastjórn. En
forystumenn Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags höfnuðu þeim möguleika
strax. Stefanía segir að lítil stemning
hafi verið fyrir vinstri stjórninni í þing-
flokkum Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks 1978. Það er ekki rétt, en það var
lítil stemning fyrir stjórninni í Alþýðu-
flokknum. Öðru máli gegndi um
Alþýðubandalagið. Stefanía segir að
þjóðarsáttin 1990 hafi verið í anda
kjarasamninganna frá 1986. Þetta hef ég
ekki heyrt eða séð fyrr og væri gaman
að fá því lýst nánar.
Stórmerkileg er sú ábending Stefaníu
að Sjálfstæðisflokkur og/eða Framsókn-
arflokkur réðu alltaf forsætisráðherrun-
um frá 1927 til 2009. Jóhanna Sigurðar-
dóttir er fyrsti forsætisráðherrann í átta-
tíu og tvö ár sem þessir flokkar ráða
ekki.
Sú kenning eða klisja veður uppi að
það sé auðveldara að starfa í tveggja
flokka stjórnum en margra flokka
stjórnum. Það er nokkuð til í því en er
þó ekki einhlítt: Stjórnin 1988–91 sat út
kjörtímabil og var a.m.k. þriggja ef ekki
fimm flokka stjórn. Það var stjórnin
sem kláraði þjóðarsáttina. Þar voru
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Fram-
sóknarflokkur og Borgaraflokkur og
Samtök um jafnrétti og félagshyggju –
auk þess sem Alþýðubandalagið var
klofið og var stjórnin því eiginlega á
stundum sex flokka stjórn. Stjórnin
80–83 var þriggja til fjögurra flokka
stjórn og kláraði líka kjörtímabil.
Sagt er að „vegna náinna tengsla
Alþýðuflokksins við verkalýðshreyf-
inguna töldu til dæmis margir að stjórn-
araðild hans gæti greitt fyrir friði á
vinnumarkaði …“ Þetta átti oft við
Alþýðubandalagið en kannski við
Alþýðuflokkinn fyrir 1942. Sagt er að
ríkisstjórn hafi haft samráð við aðila
vinnumarkaðarins 59–71. En eftir það
hafi ekki verið mikið um samráð fyrr en
svo 1986. Þetta er beinlínis rangt: 71–74,
78–79 og 80–83 var náið og ítarlegt
samstarf við verkalýðshreyfinguna. Í
lögum um efnahagsmál var samráð
meira að segja lögfest. Þá kemur fram á
tveimur stöðum að ráðherrar Alþýðu-
bandalagins hafi verið þrír 71–74; þeir
voru tveir.
Aðrir möguleikar en málþóf
Málþóf er tæki stjórnarandstöðunnar –
og þýðir ekkert að þræta fyrir það. Mál-
þóf skilar oft árangri að mati stjórnar-
andstöðu. Sjaldgæft er hitt að málþóf
skili árangri að mati stjórnarflokks. Þó
var það þannig vorið 1983 þegar við þrír
ráðherrar Alþýðubandalagsins stóðum í
ræðustólnum klukkustundum saman til
að stöðva tillögu um að taka álmálið af
Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra.
Það málþóf tókst vel. Það er rétt sem
Þorsteinn Magnússon bendir á, að það
er hlægilegt þegar þingmenn eru alltaf
að reyna að sverja af sér málþóf. Hér