Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 25
M i n n i n g a r g r e i n u m J o e A l l a r d TMM 2012 · 1 25 Lagið stöðvast. Ég veit ekki fyrr til en ég ligg í gólfinu og yfir mér standa orðumprýddir menn. Ég veit ekki hvort þetta eru hermenn en þeir eru í herjökkum. Þeir fylgja mér að borðinu hjá félögum mínum og segja að við verðum að yfirgefa staðinn. Ég heyri að Joe segir að hann ábyrgist hópinn. Okkur er fylgt yfir í annan sal. Ég sé að þetta er salurinn sem við vorum í þegar við komum síðast. Það er poppkornsvél á barnum. Við finnum okkur borð. Við höldum áfram að drekka. Svo segist Bragi þurfa að bregða sér frá. Hann er með háttvísari mönnum og er í burtu þó nokkra stund. Svo er dyrunum hrundið upp og sömu menn og komu með mig ganga með Braga í salinn. Þeir setja hann niður við borðið og segja svo við okkur alla: „Þetta er síðasta viðvörun: Næst er það herlögreglan og þú veist hvað það þýðir, Joe.“ Síðan hverfa þeir á braut. Það kom aldrei í ljós hvað Bragi gerði og við yfirgáfum herstöðina skömmu síðar. Við vorum ekki beðnir um að koma aftur. Sjónvarps- mennirnir höfðu aldrei samband. Joe Allard varð eftir þegar við fórum. Við settumst upp í bílinn og Ólafur ók af stað. Þegar við nálguðumst vaktskýlið sagði ég við Ólaf: „Talaðu rússnesku við þá,“ en þeir í vakt- skýlinu vildu ekkert við okkur tala, veifuðu bara í gegnum skafrenn- inginn að við skyldum halda áfram. *** Daginn eftir hringdi Joe Allard. Ég var timbraður. Hann sagði mér að þetta hefði getað farið illa. Ef hernaðaryfirvöldum hefði verið blandað í málin hefðum við getað þurft að dúsa í fangelsi og lent í ströngum yfir- heyrslum og hann verið sendur heim, auk þess sem hann taldi mig of gamlan í svona hátterni. „Einar, þú hefðir getað gert þetta fyrir tuttugu árum,“ sagði Joe. „Þú ert enginn unglingur lengur.“ Ég sagði honum að ég myndi skrifa sögu sem héti Fökk NATO. Þá sagðist Joe myndu skrifa sögu sem héti Fökk Einar. Ég er hættur við nafngiftina. Því er samt ekki að neita að hann hafði gaman af uppákomunni og við báðir og við allir. Ég heyri enn hláturinn að baki mér og sé Joe Allard fyrir mér með gamlar fræðibækur og nýja ljóðlist og ég sé vin okkar Bernard Scudder sem lét eftir sig mörg hundruð blaðsíðna verk með þýðingum á íslenskri ljóðlist allt frá Agli Skallagrímssyni og fram á okkar daga. Þarf ég að taka það fram, ég fór þarna upp eftir löngu seinna. Þá var herinn farinn. Það hafði verið slökkt á öllum ljósum og engir verðir og ekkert vaktskýli. Ég hafði verið að lesa upp hjá skemmtilegu fólki í yfir- gefinni blómabúð í Keflavík. Mér var sagt að bjartsýni bæjarstjórinn væri búinn að selja allar eigur bæjarins og ekki hægt að taka veð í neinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.