Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 25
M i n n i n g a r g r e i n u m J o e A l l a r d
TMM 2012 · 1 25
Lagið stöðvast. Ég veit ekki fyrr til en ég ligg í gólfinu og yfir mér
standa orðumprýddir menn. Ég veit ekki hvort þetta eru hermenn en
þeir eru í herjökkum. Þeir fylgja mér að borðinu hjá félögum mínum
og segja að við verðum að yfirgefa staðinn. Ég heyri að Joe segir að
hann ábyrgist hópinn. Okkur er fylgt yfir í annan sal. Ég sé að þetta er
salurinn sem við vorum í þegar við komum síðast.
Það er poppkornsvél á barnum. Við finnum okkur borð. Við höldum
áfram að drekka. Svo segist Bragi þurfa að bregða sér frá. Hann er með
háttvísari mönnum og er í burtu þó nokkra stund. Svo er dyrunum
hrundið upp og sömu menn og komu með mig ganga með Braga í
salinn. Þeir setja hann niður við borðið og segja svo við okkur alla:
„Þetta er síðasta viðvörun: Næst er það herlögreglan og þú veist hvað það
þýðir, Joe.“ Síðan hverfa þeir á braut.
Það kom aldrei í ljós hvað Bragi gerði og við yfirgáfum herstöðina
skömmu síðar. Við vorum ekki beðnir um að koma aftur. Sjónvarps-
mennirnir höfðu aldrei samband. Joe Allard varð eftir þegar við fórum.
Við settumst upp í bílinn og Ólafur ók af stað. Þegar við nálguðumst
vaktskýlið sagði ég við Ólaf: „Talaðu rússnesku við þá,“ en þeir í vakt-
skýlinu vildu ekkert við okkur tala, veifuðu bara í gegnum skafrenn-
inginn að við skyldum halda áfram.
***
Daginn eftir hringdi Joe Allard. Ég var timbraður. Hann sagði mér að
þetta hefði getað farið illa. Ef hernaðaryfirvöldum hefði verið blandað í
málin hefðum við getað þurft að dúsa í fangelsi og lent í ströngum yfir-
heyrslum og hann verið sendur heim, auk þess sem hann taldi mig of
gamlan í svona hátterni. „Einar, þú hefðir getað gert þetta fyrir tuttugu
árum,“ sagði Joe. „Þú ert enginn unglingur lengur.“ Ég sagði honum að
ég myndi skrifa sögu sem héti Fökk NATO. Þá sagðist Joe myndu skrifa
sögu sem héti Fökk Einar. Ég er hættur við nafngiftina. Því er samt
ekki að neita að hann hafði gaman af uppákomunni og við báðir og við
allir. Ég heyri enn hláturinn að baki mér og sé Joe Allard fyrir mér með
gamlar fræðibækur og nýja ljóðlist og ég sé vin okkar Bernard Scudder
sem lét eftir sig mörg hundruð blaðsíðna verk með þýðingum á íslenskri
ljóðlist allt frá Agli Skallagrímssyni og fram á okkar daga.
Þarf ég að taka það fram, ég fór þarna upp eftir löngu seinna. Þá var
herinn farinn. Það hafði verið slökkt á öllum ljósum og engir verðir og
ekkert vaktskýli. Ég hafði verið að lesa upp hjá skemmtilegu fólki í yfir-
gefinni blómabúð í Keflavík. Mér var sagt að bjartsýni bæjarstjórinn
væri búinn að selja allar eigur bæjarins og ekki hægt að taka veð í neinu