Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 76
J ó n K a r l H e l g a s o n 76 TMM 2012 · 1 Fyrst var þar sungið kvæði eftir Jón Ólafsson, með nýju lagi eftir Árna Thor- steinsson. Þá stje Bjarni Jónsson frá Vogi í ræðustólinn, en hann er formaður nefndarinnar, sem annast hefur um samskotin til minnisvarðans. Flutti hann langt og snjalt erindi, sagði sögu samskotanna og lýsti Jónasi og störfum hans […] En í miðri ræðu Bjarna frá Vogi svifti formaður Stúdentafjelagsins, Sig. Eggerz kand. jur., hjúpnum af líkneskinu, en mælti á undan þessi orð: „Fyrir hundrað árum átti Ísland Jónas Hallgrímsson í vöggu. Móðir hans söng honum ljóð, en skáldbarnið, með fallegu djúpu augnum hlýddi á. Árin liðu, Jónas kvað, en öll íslenska þjóðin hlýddi á. Hann snart hjarta streng þjóðarinnar. Ljóðin hans deyja aldrei. Ísland hefur í dag sett sínum besta Íslendingi minnisvarða. Stúdentafélagið minnist stúdentsins, sem það aldrei gleymir. Í nafni fjelagsins afhjúpa jeg minnisvarða Jónasar Hallgrímssonar. [“] Síðan lagði formaður Ungmennafjelagsins, Jakob Lárusson, lárviðarsveig á höf- uð líkneskisins.55 Tilvísanir 1 Rétt er að geta þess að kanóna er ekki þýðing á enska orðinu cannon sem þýðir fallbyssa og er dregið af ítalska orðinu cannone sem merkir stór hólkur heldur á hinu alþjóðlega hugtaki canon en það á sér rætur í forngríska orðinu kanon og fornhebreska orðinu kaneh sem vísa til teinungs, tommustokks eða einhvers konar mælikvarða. Orðið hefur meðal annars verið notað innan kirkjunnar um þau rit sem viðurkennt er að eigi heima í heilagri ritningu og eins um dýr- linga sem eru á opinberri dýrlingaskrá og hafa þá verið kanóníseraðir. Breytni þeirra í lifanda lífi er þá einhvers konar mælikvarði sem almenningur getur notað til að miða sitt eigið líf við. Svipað orðalag er líka notað um rithöfunda og listamenn, sem hafa skapað verk sem skipað er í öndvegi í menningarsögunni og því taldir öðrum til eftirbreytni. Á íslensku er kanóna í þessari merkingu stundum þýtt sem hefðarveldi og orðið kanónísering þýtt með orðinu helgifesta. 2 Þórir Óskarsson. „Þjóðskáld verður til.“ Lesbók Morgunblaðsins 16. nóvember 2007, s. 3. Sjá Snót, nokkur kvæði eptir ýmiss skáld. Kaupmannahöfn: Gísli Magnússon og Jón Þórðarson, 1850. 3 Jónas Hallgrímsson. „Bjarni Thorarensen.“ Fjölnir 6 (1843), s. 20–21. 4 Grímur Thomsen. „Jónas Hallgrímsson.“ Ný félagsrit 6 (1846), s. 153. 5 Sjá t.d. Hafsteinn Pétursson. „Kirkjan á Íslandi.“ Aldamót 1 (1891), s. 123. 6 Jónas Jónasson. „Yfirlit yfir bókmenntir Íslendinga á 19. öld.“ Tímarit Hins íslenzka bókmennta- félags 2 (1881), s. 183–84. 7 Guðjón Friðriksson. Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein. Reykjavík: Mál og menning, s. 122. 8 Fundargerð frá 16. maí 1882 í samkomubók Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1875–1911. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild. 9 Konráð Gíslason var ekki aðeins náinn vinur Jónasar heldur höfundur æviágrips skáldsins í síðasta hefti Fjölnis 1847 og annar af ritstjórum ljóðmæla Jónasar sem út komu sama ár. Má ætla að hann hafi haft sín áhrif á störf Hannesar við útgáfuna 1883. 10 Hannes Hafstein. „Um Jónas Hallgrímsson.“ Í Jónas Hallgrímsson. Ljóðmæli og önnur rit. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1883, s. XLI. 11 Sama heimild, s. XXII. 12 Sama heimild, s. XXXI. 13 „Geschichte der Weltlitteratur.“ Skírnir 1. janúar 1889, s. 94‒95.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.