Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 100
D ó m a r u m b æ k u r 100 TMM 2012 · 1 hólpinn í þorpinu, hefur augastað á ungu faktorsdótturinni í versluninni, og er jafnvel farinn að hafa ofan af fyrir sér með bréfaskriftum fyrir hina og þessa auk þess að snatta fyrir Geirþrúði og Helgu, að höfundurinn skuli áræða að senda hann strax aftur á fjöll. Sú list- ræna ákvörðun á þó sinn þátt í því að auka skilning lesandans á aðstæðum í þessu skáldverki; Ísland var einfaldlega þannig á sögutímanum að ekki var hægt að víkja sér undan veðrinu eða nátt- úrunni, ekki einu sinni þótt maður viti að heimskautavindarnir séu „fullir af drápslöngun“ (H&H, bls. 125). Póstur- inn þarf til að mynda að komast til skila hvað sem tautar og raular svo læknirinn í þorpinu, sem einnig er póstmeistari, notar tækifærið til að senda Jens land- póst, sem gistir í húsi Geirlaugar á ferð- um sínum, í óvissuverð sem hann vonar að verði til þess að hann losni við hann úr þjónustu sinni. Ákvörðunin er grimmileg og afhjúpar vel hversu fátæk- lingar máttu sín lítils, og gilti þá einu hvort þeir væru heljarmenni að burðum líkt og Jens. Þær Geirþrúður og Helga vita sem er að Jens, vinur þeirra, er svo sjóhræddur að hann mun tæpast klára sig af þessu ferðalagi og grípa því til þess ráðs að senda strákinn með honum – strákur- inn kann á sjóinn, Jens á fjöllin. Undir- liggjandi þáttur í ákvörðun þeirra er auðvitað löngun til að veita yfirvaldinu mótspyrnu, að láta lækninn, sem til- heyrir fjölskylduveldi þeirra sem drottna yfir þorpinu, ekki hafa sitt fram. * Ferðalag stráksins og Jens landpósts hefst með ósköpum þar sem engu munar að Jens drukkni. Strákurinn kemur honum til bjargar og á milli þess- ara manna; hálfstálpaðs stráksins og heljarmennisins Jens skapast traust og að lokum vinátta þar sem vart má á milli sjá hvor bjargar hverjum í veðráttu sem nærri verður þeim báðum að fjör- tjóni. Grundvöllur vináttu Jens og stráksins er nánast fullkomin andstæða við vináttuna sem ríkti á milli Bárðar og hans – enda var hún öll byggð á ást þeirra á orðum. Upp úr Jens dregst hins vegar varla nokkurt einasta hljóð, það er engu líkara en hann búi í heimi handan orða, jafnvel handan tilfinninga. Smátt og smátt kemur þó í ljós hvern mann hann hefur að geyma. Hann er eina fyr- irvinna örvasa föður og systur „sem fæddist með svo mikla heiðríkju í höfð- inu að þar rúmast fáar hugsanir, en þar festast heldur engar syndir“ (HE, bls. 19). Hann er einnig ástmaður konu sem varð illvirkjanum, manninum sínum, að bana. Það mætast sem sagt margir örlagaþræðir í öðlingnum Jens. Og allir segja þeir sína sögu um hversdagslíf, samfélagsgerð, afdrif og aðbúnað almennings á Íslandi fyrir rúmri öld. Sú saga breikkar síðan og verður fyrirferð- armeiri með hverri nýrri sögupersónu sem verður á vegi þeirra stráksins í afskekktum smákotum í þessari hrakn- ingaför, ýmist fyrir helbera tilviljun eða góða forsjón. Sá viðurgjörningur sem þeir njóta á leiðinni er út af fyrir sig eftirtektarverð- ur. Jens og stráknum er veitt eins vel og heimilin þola og sinnt af fremsta megni. Það sem strákurinn sér og skynjar af afstæðari gildum í þessum kotum vegur þó þyngst í upplifun lesandans; fróð- leiksfýsnin, löngunin til að víkka sinn innri sjóndeildarhring, fegurðarþráin, vonin fyrir hönd barnanna. Eins og strákurinn hefur reynt á eigin skinni geta orð verið „byssukúlur, en þau geta líka verið hjálparsveitir“ (HE, bls. 89). hann veit því sem er að „orðin eru stærri en hann“ (HE, bls. 89). Í Harmi englanna er Jens landpóstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.