Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 9
TMM 2012 · 1 9 „ … r a u n v e r u l e g l ý ð r æ ð i s l e g u m r æ ð a …“ andi í fræðilegri umræðu um lýðræði á undanförnum árum.6 Sam- kvæmt þessu viðhorfi verður ákveðin samræða að eiga sér stað áður en ákvörðun er tekin, hún þarf að lúta skilyrðum rökræðunnar, vera aðgengileg öllum þeim sem áhuga hafa, skapa þarf vettvang fyrir slíka umræðu á opinberum vettvangi eða í fjölmiðlum og til grundvallar þurfa að liggja vandaðar upplýsingar og greiningar. Til þess að lýðræðisleg umræða sé í raun samræðumiðuð verða ólíkir aðilar að koma að borðinu, ekki aðeins þröngur hópur sérfræðinga eða stjórnmálamanna eins og tíðkaðist lengst af, heldur fjölbreyttur hópur fræðimanna, stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og almennings. Í eigin- legri rökræðu mætir fólk málefninu með opnum hug, vegur og metur rökin til að komast að bestri mögulegri niðurstöðu. Markmiðið með þjóðfundi og stjórnlagaráði var að efna til lýðræðis- legrar umræðu af þessu tagi og spurningin er hvort hún hafi þá farið fram eða hvort meira þurfi til. Þjóðfundur og stjórnlagaráð Með lögum um stjórnlagaþing var sett á fót ákveðið ferli um endur- skoðun stjórnarskrárinnar sem einkenndist öllu fremur af því að færa tillögugerðina frá alþingismönnum til almennings, fyrst með þjóðfundi og síðan kosningum til stjórnlagaþings. Þjóðfundur var haldinn með þátttöku tæplega þúsund Íslendinga hvaðanæva að af landinu sem valdir voru handahófskennt úr þjóðskrá og átti úrtakið að vera þverskurður af þjóðinni. Fundurinn stóð yfir í einn dag og þar gat fólk sett fram skoðanir sínar og viðhorf til ýmissa málefna stjórnarskrárinnar. Stjórnlaganefnd vann síðan úr gögnunum og hugmyndum þjóðfundar í hendur stjórnlagaráðs. Segja má að hér hafi verið framkvæmd eins konar skoðanakönnun þar sem afstaða fólks til málefna var mæld og gaf stjórnlagaráði vísbendingar um skoðanir almennings í nokkrum mikilvægum efnum. Markmið fundarins var ekki að kynna fólki ólík sjónarmið og efna til rökræðu um þau heldur laða fram skoðanir á einstökum málum, enda tíminn knappur fyrir eiginlegar rökræður. Eins og Jón Ólafsson hefur bent á var hér fremur á ferðinni kosningamiðað viðhorf til lýðræðislegrar umræðu þegar hann greindi umræðuna um stjórnarskrána út frá ólíkum hugmyndum um lýðræði.7 Ólíkt þjóðfundinum var stjórnlagaþingi og síðar stjórnlagaráði ætl- aður mun meiri tími til samræðu um álitaefnin. Ráðið fékk í veganesti þingsályktun um skipan ráðsins og skýrslu stjórnlaganefndar. Því var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.