Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 121 inn reyndar næsta stopular fréttir. Við fregnum af ætt Þórðar og uppruna og erum rækilega minnt á að hann er náfrændi Ragnars í Smára. Hann segir móður sína Hugborgu hafa verið fátæka og menntunarsnauða (23) og skömmu áður en bókinni lýkur segir að hún hafi borið „sorgir og þjáningar“ með „ró og stillingu“ (218). Löngu fyrr var á það minnst að faðir hans, Sigtryggur Sig- urðsson, hafi verið apótekarasveinn – hann átti auk Þórðar tvo aðra syni með Hugborgu, en kom á heimili sitt aðeins 4–5 tíma í viku og svaf alltaf í apótek- inu. (29). Hvaða saga er á bak við þessar fátæklegu upplýsingar vitum við ekki – hverjar eru sorgir Hugborgar, hvers vegna vildi apótekarinn, sem var alinn upp hjá heldra fólki á Akureyri og í ætt við biskup og amtmann (22–23) ekki láta svo lítið að búa með barnsmóður sinni? (Elías Mar sagði mér að Sigtrygg- ur hefði ekki gifst Hugborgu fyrr en á banasænginni). Lék stéttarhrokinn í bæjarkrílinu Reykjavík og kúgun kvenna lausum hala á bernskuheimili Þórðar – þótt hann svo vilji ekki halla orði á föður sinn? Í annan stað: Ekki er að efa, að það hefur verið snúið fyrir ungan dreng nálægt aldamótunum 1900 að upgötva að hann var hommi. Á þeim árum mátti hver slíkur eiga víst að fá yfir sig níðþungt hlass fordóma, háðs, útskúfunar og grimms eineltis og var svo lengst af á nýliðinni öld. Við ræðum það síðar hvernig rekja má margt í grimmri dómhörku Þórðar til þessa hugarfars. En Þórður fjallar lítið um eigin reynslu af þessum ósköpum. Hann kvartar ekki. Öllu heldur stærir hann sig af því að hafa snemma komist í sam- band við unga menn sem höfðu hneigðir í sömu átt og hann sjálfur – og þar með snúið á hommahatrið með sínum hætti. En þótt við fáum jafnt og þétt lýsingar af kynlífi Þórðar er ótal margt hulduhrúts- legt þegar hann segir frá eigin ferli. Hann lýsir því til dæmis af fágætri spar- semi hvernig hann árið 1912 (22 ára gamall) siglir til Danmerkur til að leita gæfunnar: „Í Kaupmannahöfn dvaldi ég í nokkrar vikur, í apríl og maí, án þess að finna gæfuna. En ég var næstum því dauður úr hungri. Það getur verið fróð- legt, þegar maður sveltur dag eftir dag, að horfa á allar kræsingarnar í sýningar- gluggum matarverslananna. Dag nokkurn sá ég að blautri tvíböku var fleygt út um búðardyr, fyrir hund sem þefaði af henni án þess að éta hana. Mikið langaði mér í tvíbökuna. En stolt- ið varð hungrinu yfirsterkara og ég lét hana liggja. Einn dag keypti ég karamellur fyrir tvo aura í sjálfsala og skipti þeim í margar máltíðir. Karamellurnar voru tvær og ósköp þunnar, en þær voru mér samt mikils virði“ (42). En nú finnst Þórði nóg komið af harmatölum og hann hættir snarlega. Hann segist „í uppbót fyrir hungrið“ hafa fengið „að sjá heilmikið af konung- legri og keisaralegri dýrð Evrópu“ en þessa daga streymdu ættingjar dönsku konungsfjölskyldunnar til Kaupmanna- hafnar í tilefni útfarar Friðriks áttunda. Þarna bregður Þórður á leik í ærsla- blöndu af Séð og heyrt og níðangursleg- um athugasemdum um þessa „heimsk- ustu fjölskyldu Evrópu“ eins og hann kallaði jafnan frændur og afkomendur Kristjáns níunda. Svo tekur hann undir sig annað stökk og segist á leiðinni heim til Íslands í maí sama ár hafa fundið gæfuna með því að kaupa af bóksala í Edinborg „bestu bók veraldarinnar“ (43). Hann nefnir ekki bókina, en svo vill til að ég veit að þetta var frumútgáfa á samræðum Goethes við einkaritara sinn Eckerman. Svona er Þórður. Sífellt að skipta um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.