Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 21
M i n n i n g a r g r e i n u m J o e A l l a r d
TMM 2012 · 1 21
Íslandi kenndi hann bókmenntir við Maryland-háskólann í herstöðinni
í Keflavík; og það var einmitt þangað sem við Bragi Ólafsson fórum.
Þá – árið 1994 – var Bragi Ólafsson ekki síður þekktur sem bassa-
leikari með Sykurmolunum en ljóðskáld, leikskáld og skáldsagnahöf-
undur. Hann átti eftir að skrifa leikrit sem notið hafa mikilla vinsælda
og skáldsögur og smásögur sem borið hafa hróður hans víða. En hvar
sem við vorum staddir í okkar eigin sögu þá vorum við á leiðinni upp á
Keflavíkurflugvöll og af því að ameríska heimsveldið þekkti ekki taxta
Rithöfundasambandsins eða önnur skáldalaun ákváðum við að taka
þau út í fljótandi formi og njóta um leið leiðsagnar um þetta dularfulla
svæði hersins sem annars var lokuð bók.
***
Allt var frágengið. Bílstjórinn hét Árni Benediktsson. Hann hafði
fengist við tilraunabúskap í Skagafirðinum, stjórnað hljóðveri og verið
umboðsmaður hljómsveita. Í dag er hann kvikmyndatökumaður og við
áttum seinna eftir að vinna saman að mynd um áfengissýki og lausnina
frá henni. Hún heitir Sigur í tapleik, How to win a lost Game. Það var
nauðsynlegt að hafa bílstjóra því við ætluðum ekki að vera í ökuhæfu
ástandi. Fyrir þann sem kann að meta áfenga drykki var herstöðin
gullnáma. Það hafði ég séð hjá lögregluþjónunum sem þóttust vera
þátttakendur í stórmóti pílukastara. En á síðustu stundu misstum við
bílstjórann. Árni datt úr skaftinu en sem fagmaður útvegaði hann okkur
annan bílstjóra. Hann hét Ólafur Jónsson, nýkominn úr rússneskunámi
frá Moskvu en vann sem strætisvagnabílstjóri í Reykjavík. Þetta var
fyrsti brandarinn í ferðinni, tvö skáld á leið inn í ameríska heimsveldið
með bílstjóra sem kann rússnesku.
Ólafur ók okkur að Flughótelinu í Keflavík. Þar hittum við Joe All-
ard. Hann tók á móti okkur en síðan lá leiðin í kennslustund hjá honum.
Hann sagði að sjónvarpsmennirnir yrðu að fresta viðtölunum en þeir
myndu hafa samband seinna. Við ókum frá Flughótelinu að vegabréfs-
eftirlitinu í skúrnum, meðfram gaddavírsgirðingunni sem lokar þessa
litlu Ameríku af inni á hrjóstrugri heiðinni einsog lítið spilavíti. Joe
Allard var með alla pappíra og því gengum við inn í skúrinn einsog
fínir menn. Tveir hermenn í skræpóttum búningum sátu við lítil sam-
liggjandi borð og flettu teiknimyndablöðum. Þeir voru með heyrnar-
tæki í eyrunum og vögguðu höfðinu í takti við tónlistina. Annars staðar
í skúrnum stóð íslenskur lögregluþjónn, einn og yfirgefinn, í reiðuleysi,
einsog uppstoppaður fugl. Ég veit ekkert hvernig á því stóð en íslenski