Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 80
R ú n a r H e l g i Vi g n i s s o n 80 TMM 2012 · 1 Hann bandaði henni heldur kuldalega frá sér. Ég leit afsakandi á konuna án þess að hann sæi til. Þegar hann hafði klætt sig í ljósbrúnan mittisjakka – alltaf sami séntilmaðurinn – leiddum við hann fram ganginn. Ég fann að hann vildi helst ganga einn og óstuddur en hafði ákveðið að láta þetta yfir sig ganga enda ekki langt síðan hann datt og brákaði í sér rifbein. Sárið á vanga hans var ekki enn að fullu gróið eftir þær æfingar. Ég var á glæsijeppanum sem hann keypti sér þegar hann fór að hjarna við eftir sviplegt fráfall tengdamömmu. Sannkölluð lúxuskerra með sóllúgu og leðursætum. Honum hafði verið bannað að keyra eftir að hann bakkaði tvisvar á sama bílinn með stuttu millibili og hafði aldrei sætt sig við það, hélt því fram að margir settust undir stýri þótt þeir væru á þríhyrningsmerktum lyfjum. Tengdapabba tókst að koma annarri rasskinninni upp í sætið en þar sem hann átti orðið erfitt með að lyfta hinum fætinum varð ég að hjálpa til. Í þessu brasi missti hann af sér annan inniskóinn. „Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði hann þar sem hann reyndi án árangurs að lyfta fætinum. Ég tók undir fótinn og með því að grípa í handfangið yfir dyrunum tókst honum að mjaka sér upp í sætið. „Þetta er glæsilegur bíll sem þú átt, Ragnar,“ sagði hjúkrunarkonan þar sem hún stóð hálfumkomulaus á stéttinni. „Þau eignast hann bráðum,“ sagði tengdapabbi og kinkaði kolli í átt- ina að mér. „Ég vona að þú eigir góðan dag, Ragnar minn. Við tökum á móti þér þegar þú kemur aftur.“ Hann ansaði þessu engu og tautaði eitthvað um að vonandi yrði hún ekki á vakt lengur þegar hann kæmi aftur. „Það er eitthvað að þessari kellingu,“ sagði hann. „Nú?“ „Það er eins og hún sé með tíu þumalputta. Hún er eins og byrjandi í þessu. Ég komst varla í skóinn.“ Ég ók af stað. Við höfðum ekki farið langt þegar bíllinn tók að pípa. „Byrjar nú þetta,“ sagði hann. „Heldurðu að þú getir sett á þig beltið?“ spurði ég. „Ætli ég verði ekki að reyna það.“ Ég stöðvaði bílinn og aðstoðaði hann við að festa á sig beltið. „Er þetta í lagi svona?“ „Það verður bara að vera það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.