Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 56
56 TMM 2012 · 1 Guðmundur Brynjólfsson Fréttabréf úr sveitinni Maðurinn sem stal sjóðnum úr Kaupfélaginu er nú hundeltur um allt Norðurland. Það hefur sést til hans á Blönduósi og á Hvammstanga. Sveitasíminn logar, karlinn sem stal sjóðnum úr Kaupfélaginu og skildi allt eftir í rúst er eftirlýstur um land allt. Hann var á Akureyri í nótt og sá kann nú ekki að skammast sín því hann át á Bautanum í gærkvöldi. Sveitasíminn logar og gott ef það er ekki farið að skrifa um þetta – ekki bara í Héraðsfréttablaðinu heldur í Morgunblaðinu líka. Hreppsnefndin rekur flóttann, að eigin sögn, en hún fundar nú víst eitthvað lítið og þá sjaldan það er, þá er það gamla þrefið um hurðina á samkomuhúsinu. Þeir láta víst ógert að rifja upp að þeir fengu djöfsa til að reka Kaup- félagið og svældu skólastjórann út úr skólastjórabústaðnum svo þessi skrattakollur mætti hafa huggulegra húsnæði. Sóknarnefndin – sem vel að merkja er hér sama nefnd og hreppsnefndin – fékk hann svo í ofanálag til að passa upp á Orgelsjóðinn. Það hefur spurst að hann sé nú jafn tómur og Kaupfélagssjóðurinn. En samt er nú gaman að lifa hérna í sveitinni, það er spenna í fólkinu, það er tilbreyting í umtali og hugsun. Það sást til kauða austur á Egilsstöðum, hann fór þar hratt í gegn. Tók bensín og hann má eiga það að hann borgaði fyrir það. Hann dældi sjálfur, er sagt. Lögreglan sá til hans en lét hann eiga sig, vildi síður taka hann innanbæjar er haft eftir þeim þarna fyrir austan. Hrepps- nefndin kom saman í gær og samþykkti einróma ályktun um að styrkja kvenfélagið svo það geti endurnýjað leirtauið í samkomuhúsinu, þegar betur árar. Hann er kominn niður undir Djúpavog, hann símaði suður af sveitabæ þar skammt frá – hann segist ekkert stoppa fyrr en í Vík. Fólk er hneykslað á þessu. Skilur ekkert í því að maðurinn skuli komast upp með þetta. Hreppsnefndin sem seldi af höndum sér, og okkar, hitaveituréttindin í Skarðinu er ekki minna hneyksluð. Hann stoppaði ekkert í Vík. Það var tóm lygi. Eins og allt hitt. Fólkið er að ærast hérna. Hreppsnefndin fundar ekki neitt og gerir ekki neitt og hverjum er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.