Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 115
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 1 115
gerð“ sem Björn Th. og ýmsir spor-
göngumenn hans eru höfundar að og
tekur til tímabilsins fram að 1950.
Aðeins í öðru bindi, í umfjöllun Æsu
Sigurjónsdóttur um Kjarval, Finn Jóns-
son og nokkra aðra listamenn á fjórða
áratugnum, stendur lesandi frammi
fyrir spánnýrri túlkun. Þar er sennilega
markverðust sú niðurstaða Æsu að í
stærstu myndum sínum og myndskreyt-
ingum – sem verið hafa æði mörgum
ráðgáta – hafi Kjarval verið undir áhrif-
um af kenningum franska heimspek-
ingsins Henri Bergson, sem hann hafi
kynnst fyrir tilstilli Guðmundar Finn-
bogasonar og Ólafs Dan stærðfræðings.
Drungalegar raunsæismyndir Finns
Jónssonar, sem Björn Th. var augljóslega
ekki par ánægður með, tengir Æsa síðan
með nokkuð sannfærandi hætti við
kaldhamrað þýskt raunsæið á árunum
milli stríða, hið svokallaða „Neue Sach-
lich keit“.
Hér á undan nefndi ég einnig hve
ósýnt höfundum er um að tengja á milli
hugmyndaheima listamanna og hug-
mynda í þjóðfélaginu á hverjum tíma.
Vissulega reyna sumir þeirra að leita
víðar fanga en áður hefur verið gert,
einkum í fyrri bindunum. Í öðru bindi
dregur Æsa Sigurjónsdóttir saman
umræðuna um þjóðleg gildi, sem er
mjög áberandi á þriðja og fjórða ára-
tugnum, í sama bindi gerir Gunnar J.
Árnason slíkt hið sama fyrir lista-
mannadeilurnar á fjórða og fimmta ára-
tugnum, fjallað er um hlutverk menn-
ingartímarita í þriðja bindi o.s.fr.v. Allt
er þetta fróðlegt, en margt af því mundi
engu að síður flokkast undir samantekt-
ir, jafnvel blaðamennsku, ekki djúpristar
greiningar.
Myndlist og þjóðfélagsmynd
Hins vegar hefur enn ekki verið brotið
til mergjar hvernig listaverkagjöf Björns
Bjarnasonar sýslumanns hafði áhrif á
landslagsskynjun og túlkun fyrstu
íslensku listmálaranna. Né heldur hefur
útbreiddur áhugi frumherjanna á sym-
bólisma og guðspeki verið tekinn til
rannsóknar. Módernískar tilraunir
íslenskra listamanna á árunum 1915–
1930 (Jón Stefánsson, Baldvin, Muggur,
Kjarval, Finnur, Magnús Á. og Ingibjörg
S. Bjarnason), sem vakið hafa athygli
bókmenntafræðinga, hafa ekki enn
verið greindar í myndlistarsögulegu
samhengi. Fróðlegt hefði verið að fá lýs-
ingu á því hvernig mannræktarkenning-
ar nokkurra íslenskra þjóðernissinna
höfðu áhrif á þróun landslagsmálverks-
ins á fjórða áratugnum. Í framhaldi af
umfjöllun um hatrammar pólitískar
deilur á fimmta og sjötta áratugnum
hefði verið fróðlegt – já, beinlínis
spennandi – að fá inn í þessa listasögu
frásögnina af því þegar Nínu Tryggva-
dóttur var vísað frá Bandaríkjunum, að
því er virðist fyrir barnabókina „Fljúg-
andi fiskisaga“.
Aðeins þrjú dæmi til viðbótar: í stutt-
ara- og fremur ruglingslegri umfjöllun
um grafíkbylgjuna á landinu á áttunda
og níunda áratugnum, virðist engum
detta í hug að tengsl geti verið milli
hennar og þenslunnar í byggingariðnaði
á sama tíma, þegar ungt fólk þurfti að
eignast ódýr myndverk til að skreyta
nýju íbúðirnar sínar. Í kafla um nýja
málverkið í hinu umdeilda fimmta bindi
hvarflar ekki að höfundi að róttæk póli-
tík hafi verið ein af undirrótum þess,
jafnvel þótt allar yfirlýsingar þátttak-
enda einkennist af andúð á ríkjandi
stjórnmála- og menningarástandi. Sami
höfundur sér heldur enga ástæðu til að
skoða náttúrutengd verk þeirra Georgs
Guðna, Húberts Nóa, Guðrúnar Krist-
jánsdóttur, Guðbjargar Lindar og Ingi-
bjargar Eyþórsdóttur í samhengi við
umræðuna um Kárahnjúka og náttúru-