Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 48
H a l l g r í m u r H e l g a s o n 48 TMM 2012 · 1 kona, há og grönn, með mikið hrafnsvart hár“. Um Önnu Friðriksdóttur að hún sé „óttalegur pappírsbúkur“. Samt sem áður smjúga þessar persónur auðveldlega inn í vitund lesandans. Það lýsir vel karakternæmi höfundar að í hvert sinn sem greyið Anna Friðriksdóttir birtist framan af sögu fylgir henni þessi einstaki andblær af vængbrotnum hressleika, þessi angistarfulla jákvæðni hinnar veikburða stúlku, og allt er það einungis birt í orðum hennar. Og sama má segja um hitt fólkið. Maður sér það fyrir sér þótt höf- undurinn sýni manni aldrei mynd af því. Lesandinn svamlar um í sagnadjúpinu líkt og í myrkri, en heyrir það sem sagt er og teiknar upp sína eigin mynd. Og hér blasir við fjölbreytt gallerí. Dekurprinsinn Jón og durturinn Siggi, skapsveiflandi Þóra og skyldurækin Magga, jafn- lyndur Jakob og stuðmaðurinn séra Hallgrímur, búlynd Borghildur og lokkandi Lína. Og svo er það Ketilríður, kapítuli útaf fyrir sig. Í nýlegu hefti Stínu ritaði Bergsveinn Birgisson um norskan höfund að hann láti sér annt um bresti mannfólksins. (Sem er ansi góð lýsing á starfi rithöfunda, þessari stétt manna sem nærist á ógæfu mann- fólksins.) Það sama má segja um Guðrúnu frá Lundi. Hún tekur fólki eins og það er. Og sýnir okkur eins og það er: Þessi er svona og svona og getur ekki öðruvísi verið. Hún hefur kjarna hvers og eins í greip sinni, og eðli hverrar persónu speglast því í orðum hennar með mjög nákvæmum hætti. Jafnvel í einni línu sem höfundur lætur upp í gamla konu nær hann að teikna upp allt hennar líf og sálarlíf, jafnvel líf heillar þjóðar. Eða hvað segir svona setning okkur ekki um þúsund ára stöðu íslenskra kvenna á grjóthellugólfum hlóðaeldhúsanna: Bls. 356: „Hvað er að heyra þetta, manneskja! Heldurðu að þú fáir að sjóða slátur brúð- kaupskvöldið þitt!“ skrækti Magga. Jafnvel börnin fá hér að tala á sínu máli og verða fyrir vikið sprelllif- andi á síðunni. „Jakob á edda. Eggi daga edda,“ segir Jakob litli á bls. 544. Slíkur hæfileiki til persónusköpunar er ekki algengur meðal höf- unda, og kúnstin að skrifa talmál (jafn auðveld og sjálfsögð hún virðist) er jafnvel enn sjaldgæfari. Er hér að líkindum kominn lykillinn að velgengni bókanna um lífið í dalnum. Lesendum finnst þetta vera lif- andi fólk, alvöru fólk, og forvitnin verður því endalaus. Á tímabili var maður jafnvel farinn að velta því fyrir sér hvernig Jón væri í rúminu, svo raunverulegur var hann. Og þá veit ég ekki hversu oft ég hrópaði niður stigann, útum gluggann, í miðjum lestri: „Heyrðu, þau voru að missa barnið!“ Eða „Nei, nú eru Þórður og Lína farin að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.