Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 137
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 1 137
alþingi og þróun þess á undanförnum
síðustu áratugum en Þorsteinn Magnús-
son. Hann skrifaði merka doktorsritgerð
um nefndakerfi alþingis og framlag
hans til ritsins Þingræði er stórfróðlegt.
Hann veltir fyrir sér merkingu orðsins
og minnir á það að orðið þingræði segir
ekki alla söguna; betra væri að mínu
mati orðið „þingstjórn” sem var tillaga
dr. Björns Þórðarsonar sem hlaut því
miður ekki hljómgrunn.
Þorsteinn tekur á síbyljunni um leið-
togaræði og vitnar í Eirík Bergmann
sem sagði 2009: „Framan af einkenndist
stjórnskipun Íslands af þingræði en
hefur síðan þróast í ráðherraræði og í
allra seinustu tíð yfir í hreinræktað leið-
togaræði.“ Þetta er einmitt það sem hver
étur upp eftir öðrum nú orðið, til að
sanna það að vald alþingis sé ekkert og
þingræðið svívirt á hverjum degi. En
Þorsteinn sýnir fram á að þingræðið
hefur stöðugt verið að eflast. Því til
sönnunar nægir að benda á það eitt sem
Þorsteinn dregur fram skilmerkilega að
bráðabirgðalög heyra nú sögunni til.
Enginn áhugi er á því lengur á alþingi
að setja bráðabirgðalög. Það er liðin tíð.
Ríkisstjórnarræði
Hitt er rétt eins og sýnt er fram á í
skýrslu rannsóknarnefndarinnar að
oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafa
ráðið miklu á átján árum íhaldsins;
meiru en áður var í ríkisstjórnum. Fyrst
Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hanni-
balsson, svo Halldór Ásgrímsson með
Davíð, síðan Halldór og Geir H. Haarde
og loks Geir og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir. Davíð tók upp stjórnarhættina úr
borginni og stjórnaði ríkinu eins og
borgarstjórinn. Þeim hinum líkaði það
vel. Þetta hefur breyst; áhrif annarra
ráðherra eru nú meiri en var á þessum
tíma.
Sá sem hér skrifar sat í fjórum ríkis-
stjórnum. Ferill pólitískra mála í
Alþýðubandalaginu var svona:
Flokkurinn það er framkvæmda-
stjórn og/eða miðstjórn.
Þingflokkur.
Ríkisstjórn.
Þingflokkar ríkisstjórnar.
Þingflokkur aftur.
Loks var málið flutt sem stjórnar-
frumvarp. Sú ákvörðun var ekki aðeins
ákvörðun leiðtoga flokkanna heldur var
það ákvörðun fagráðherra og forsætis-
ráðherra. Hér er verið að tala um póli-
tísk mál, ekki tæknileg mál sem allir eru
sammála um. Í ríkisstjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur virðist eftir blaðafréttum að
dæma að ríkisstjórnin komi stundum
fram eins og sérstakur þingflokkur and-
spænis þingflokkum stjórnarflokkanna.
Gleggst sást það í fiskveiðistjórnarmál-
inu þar sem – eftir fréttum að dæma –
reynt var að negla málið í ráðherra-
hópnum pólitískt áður en það fór til
þingflokkanna! Það er ekki þingræðis-
legt enda hélt það ekki. Angi af sama
máli er það þegar tveir þingmenn skrif-
uðu sjávarútvegsráðherra og báðu hann
um leyfi til að flytja frumvarp. Það er
ekki þingræði. Það þarf þess vegna að
skoða sérstaklega ríkisstjórnarræði; það
er ekki betra en flokksræði því þing-
flokkar eru nær grasrótinni, flokkun-
um, en ríkisstjórnirnar.
Oft er sagt að stjórnmálaflokkar séu
miðstöð valdsins á Íslandi. Það er ekki
rétt. Fótgönguliðasveitirnar í flokknum
ráða miklu minnu nú en áður var sam-
anber það sem áður sagði um meðferð
mála í Alþýðubandalaginu. Flokkur sem
hefur verið lengi í ríkisstjórn – ég tala
nú ekki um átján ár – gleymir grasrót-
inni og talar ekki við hana nema spari.
Miðstöð valdanna áðurnefnd átján ár
var þess vegna ekki í Valhöll heldur í
stjórnarráðinu. Flokkurinn var hjálpar-
dekk, ekki aðalatriði. Og miðstöð þess-