Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 137 alþingi og þróun þess á undanförnum síðustu áratugum en Þorsteinn Magnús- son. Hann skrifaði merka doktorsritgerð um nefndakerfi alþingis og framlag hans til ritsins Þingræði er stórfróðlegt. Hann veltir fyrir sér merkingu orðsins og minnir á það að orðið þingræði segir ekki alla söguna; betra væri að mínu mati orðið „þingstjórn” sem var tillaga dr. Björns Þórðarsonar sem hlaut því miður ekki hljómgrunn. Þorsteinn tekur á síbyljunni um leið- togaræði og vitnar í Eirík Bergmann sem sagði 2009: „Framan af einkenndist stjórnskipun Íslands af þingræði en hefur síðan þróast í ráðherraræði og í allra seinustu tíð yfir í hreinræktað leið- togaræði.“ Þetta er einmitt það sem hver étur upp eftir öðrum nú orðið, til að sanna það að vald alþingis sé ekkert og þingræðið svívirt á hverjum degi. En Þorsteinn sýnir fram á að þingræðið hefur stöðugt verið að eflast. Því til sönnunar nægir að benda á það eitt sem Þorsteinn dregur fram skilmerkilega að bráðabirgðalög heyra nú sögunni til. Enginn áhugi er á því lengur á alþingi að setja bráðabirgðalög. Það er liðin tíð. Ríkisstjórnarræði Hitt er rétt eins og sýnt er fram á í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafa ráðið miklu á átján árum íhaldsins; meiru en áður var í ríkisstjórnum. Fyrst Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hanni- balsson, svo Halldór Ásgrímsson með Davíð, síðan Halldór og Geir H. Haarde og loks Geir og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Davíð tók upp stjórnarhættina úr borginni og stjórnaði ríkinu eins og borgarstjórinn. Þeim hinum líkaði það vel. Þetta hefur breyst; áhrif annarra ráðherra eru nú meiri en var á þessum tíma. Sá sem hér skrifar sat í fjórum ríkis- stjórnum. Ferill pólitískra mála í Alþýðubandalaginu var svona: Flokkurinn það er framkvæmda- stjórn og/eða miðstjórn. Þingflokkur. Ríkisstjórn. Þingflokkar ríkisstjórnar. Þingflokkur aftur. Loks var málið flutt sem stjórnar- frumvarp. Sú ákvörðun var ekki aðeins ákvörðun leiðtoga flokkanna heldur var það ákvörðun fagráðherra og forsætis- ráðherra. Hér er verið að tala um póli- tísk mál, ekki tæknileg mál sem allir eru sammála um. Í ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur virðist eftir blaðafréttum að dæma að ríkisstjórnin komi stundum fram eins og sérstakur þingflokkur and- spænis þingflokkum stjórnarflokkanna. Gleggst sást það í fiskveiðistjórnarmál- inu þar sem – eftir fréttum að dæma – reynt var að negla málið í ráðherra- hópnum pólitískt áður en það fór til þingflokkanna! Það er ekki þingræðis- legt enda hélt það ekki. Angi af sama máli er það þegar tveir þingmenn skrif- uðu sjávarútvegsráðherra og báðu hann um leyfi til að flytja frumvarp. Það er ekki þingræði. Það þarf þess vegna að skoða sérstaklega ríkisstjórnarræði; það er ekki betra en flokksræði því þing- flokkar eru nær grasrótinni, flokkun- um, en ríkisstjórnirnar. Oft er sagt að stjórnmálaflokkar séu miðstöð valdsins á Íslandi. Það er ekki rétt. Fótgönguliðasveitirnar í flokknum ráða miklu minnu nú en áður var sam- anber það sem áður sagði um meðferð mála í Alþýðubandalaginu. Flokkur sem hefur verið lengi í ríkisstjórn – ég tala nú ekki um átján ár – gleymir grasrót- inni og talar ekki við hana nema spari. Miðstöð valdanna áðurnefnd átján ár var þess vegna ekki í Valhöll heldur í stjórnarráðinu. Flokkurinn var hjálpar- dekk, ekki aðalatriði. Og miðstöð þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.