Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 72
J ó n K a r l H e l g a s o n
72 TMM 2012 · 1
verulega þekkingu hafa á íslenzkum bókmenntum, muni vera því samþykkir,
að eigi að brjóta á móti öllum réttum reglum með því að sýna „skóla“, en ekki
bókmenntir aldarinnar, eins og þær eru, og eigi að finna byrjun aldarinnar í
mönnunum, en ekki í almanakinu, þá sé það Fjölnismennirnir sem eru feður,
en ekki Bjarni. Þá er hitt, hvernig tekizt hefir að velja úr verkum þeirra manna,
sem útgef. ætlar að sýna. Bjarni Thorarensen opnar hurðir aldarinnar með 25
kvæðum, sem taka upp nær því 13. hluta allrar bókarinnar, þar sem þó eru
sýndir 38 menn alls, og meðal kvæðanna eru sum jafn lítils verð, eins og kvæðið
„Kysstu mig aptur“. Einnig að þessu leyti er því, að oss finnst, Bjarna gefið það
sæti meðal íslenzkra skálda á öldinni, sem enginn óvitlaus maður getur álitið, að
honum beri með réttu. […] Jónas Hallgrímsson hefir ekki fengið nema 11 kvæði,
og „eins og það væri drottins hefnd“, hefir Melsted með frábærri nærgætni sneitt
hjá því nær öllum beztu kvæðum hans. Það er harla eptirtektavert, hvað tekið
er eptir Bjarna, og hverju er sleppt eptir Jónas, í slíkri bók sem þessari. […] Af
kvæðum eptir Jónas, sem Melsted sleppir, viljum vér að eins nefna „Söknuður“,
„Á sjó og landi“, „Sláttuvísur“, „Formannavísur“, „Ferðalok“. Að ganga fram hjá
slíku, einhverju því fegursta, sem ort hefir verið á Norðurlöndum, er blindni en
ekki gleymska.41
Hér er gefið sterklega til kynna að Bogi hygli Bjarna á kostnað Jónasar
og að annarleg sjónarmið búi að baki.
Bogi birti langt svar við þessari umfjöllun í Þjóðviljanum unga vorið
1892. Hann taldi sig skynja af hverju gagnrýni Censors á dekur sitt við
Bjarna Thorarensen væri sprottin; „á það auðvitað að vera af því, að eg
er honum náskyldur. – Ef til vill myndi hr. C. og sumir aðrir eigi tala
eins mikið um hlutdrægni þá, sem eg á að hafa sýnt móti Jóni Espólín,
ef þeir athuguðu, að eg er líka náskyldur honum.“ Í framhaldi benti Bogi
á að talning Censors á kvæðafjölda Bjarna og Jónasar væri ónákvæm,
meðal annars vegna þess að ekki væri tekið tillit til „Grasaferðar“. „Það
er ekki rétt, að eg hafi að eins tekið 11 kvæði eptir Jónas, því ég tók 10
og þau 4, sem eru í „Grasaferðinni“; það eru 14 kvæði.“ Annars hefði
reglan verið sú að úthluta einstökum höfundum tiltekinni blaðsíðulengd
í samræmi við vægi þeirra. Af skáldum hefði hann ákveðið að veita
„Jónasi Hallgrímssyni mest rúm, og þar næst Bjarna Thorarensen, en
af vísindamönnum Jóni Sigurðssyni“.42 Niðurstaðan væri sú að Bjarni
hefði fengið 25 síður en Jónas 33 síður. Í niðurlagi greinarinnar ræddi
Bogi nánar eigin afstöðu til þessara tveggja skálda og stöðu þeirra í
bókmenntasögunni:
Það eru til 2 vegir, til þess að dæma skáldin eða þá listamenn, sem koma fram í
sögunni. Önnur dómsaðferðin er sú, að dæma hvern listamann eða hvert skáld
í samanburði við þann tíma, sem hann lifir á. Þann dóm, sem kveðinn er upp