Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 72
J ó n K a r l H e l g a s o n 72 TMM 2012 · 1 verulega þekkingu hafa á íslenzkum bókmenntum, muni vera því samþykkir, að eigi að brjóta á móti öllum réttum reglum með því að sýna „skóla“, en ekki bókmenntir aldarinnar, eins og þær eru, og eigi að finna byrjun aldarinnar í mönnunum, en ekki í almanakinu, þá sé það Fjölnismennirnir sem eru feður, en ekki Bjarni. Þá er hitt, hvernig tekizt hefir að velja úr verkum þeirra manna, sem útgef. ætlar að sýna. Bjarni Thorarensen opnar hurðir aldarinnar með 25 kvæðum, sem taka upp nær því 13. hluta allrar bókarinnar, þar sem þó eru sýndir 38 menn alls, og meðal kvæðanna eru sum jafn lítils verð, eins og kvæðið „Kysstu mig aptur“. Einnig að þessu leyti er því, að oss finnst, Bjarna gefið það sæti meðal íslenzkra skálda á öldinni, sem enginn óvitlaus maður getur álitið, að honum beri með réttu. […] Jónas Hallgrímsson hefir ekki fengið nema 11 kvæði, og „eins og það væri drottins hefnd“, hefir Melsted með frábærri nærgætni sneitt hjá því nær öllum beztu kvæðum hans. Það er harla eptirtektavert, hvað tekið er eptir Bjarna, og hverju er sleppt eptir Jónas, í slíkri bók sem þessari. […] Af kvæðum eptir Jónas, sem Melsted sleppir, viljum vér að eins nefna „Söknuður“, „Á sjó og landi“, „Sláttuvísur“, „Formannavísur“, „Ferðalok“. Að ganga fram hjá slíku, einhverju því fegursta, sem ort hefir verið á Norðurlöndum, er blindni en ekki gleymska.41 Hér er gefið sterklega til kynna að Bogi hygli Bjarna á kostnað Jónasar og að annarleg sjónarmið búi að baki. Bogi birti langt svar við þessari umfjöllun í Þjóðviljanum unga vorið 1892. Hann taldi sig skynja af hverju gagnrýni Censors á dekur sitt við Bjarna Thorarensen væri sprottin; „á það auðvitað að vera af því, að eg er honum náskyldur. – Ef til vill myndi hr. C. og sumir aðrir eigi tala eins mikið um hlutdrægni þá, sem eg á að hafa sýnt móti Jóni Espólín, ef þeir athuguðu, að eg er líka náskyldur honum.“ Í framhaldi benti Bogi á að talning Censors á kvæðafjölda Bjarna og Jónasar væri ónákvæm, meðal annars vegna þess að ekki væri tekið tillit til „Grasaferðar“. „Það er ekki rétt, að eg hafi að eins tekið 11 kvæði eptir Jónas, því ég tók 10 og þau 4, sem eru í „Grasaferðinni“; það eru 14 kvæði.“ Annars hefði reglan verið sú að úthluta einstökum höfundum tiltekinni blaðsíðulengd í samræmi við vægi þeirra. Af skáldum hefði hann ákveðið að veita „Jónasi Hallgrímssyni mest rúm, og þar næst Bjarna Thorarensen, en af vísindamönnum Jóni Sigurðssyni“.42 Niðurstaðan væri sú að Bjarni hefði fengið 25 síður en Jónas 33 síður. Í niðurlagi greinarinnar ræddi Bogi nánar eigin afstöðu til þessara tveggja skálda og stöðu þeirra í bókmenntasögunni: Það eru til 2 vegir, til þess að dæma skáldin eða þá listamenn, sem koma fram í sögunni. Önnur dómsaðferðin er sú, að dæma hvern listamann eða hvert skáld í samanburði við þann tíma, sem hann lifir á. Þann dóm, sem kveðinn er upp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.