Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 66
J ó n K a r l H e l g a s o n 66 TMM 2012 · 1 íslenzka skáldahimni“.13 Vikið er að „Gunnarshólma“ og áðurnefndum ummælum Bjarna um það kvæði og í kjölfarið fylgir kunnuglegur samanburður á þeim Jónasi. Schweitzer líkir Bjarna við Goethe og Jón asi við Heine og segir síðan: „Bjarni er kraptameiri, Jónas liprari og léttari; Bjarni leggur meiri stund á hið innra, Jónas á hið ytra […] hjá báðum er ættjarðarástin aðalhvötin til skáldskapar; minning beggja mun ætíð lifa hjá þjóðinni“.14 Í Öldinni 1896 var með líkum hætti þýtt brot úr inngangskafla bókar þýska prófessorsins Carls Kuchler um íslenskan skáldskap nítjándu aldar. Þar er rakið útgáfustarf Fjölnismanna og minnst á „hið dásamlega kvæði Gunnarshólma“ og síðan vitnað enn og aftur til þeirra orða Bjarna að honum sé best að hætta að yrkja. „En nú erum vér komnir mitt á hinn klassíska tíma hins unga Íslands,“ segir Kuchler síðan, „þar sem þeir eru komnir fram Fjölniskapparnir og þjóð- skáldin Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson. Fremstur þeirra og tilkomumestur var þó Bjarni Thorarensen (1786‒1841); er hann hið hug- myndaríkasta, fjörugasta og kraftmesta Íslands skáld.“15 Í inngangsritgerð sinni árið 1883 tilfærir Hannes Hafstein engar heimildir fyrir lofsyrðum Bjarna um Jónas en líkt og Hannes Pétursson rekur í bókinni Kvæðafylgsni frá 1979 birti Matthías Jochumsson skáld tvær blaðagreinar á árunum 1890 og 1891 þar sem ummæli Bjarna um „Gunnarshólma“ voru höfð eftir Hallgrími Tómassyni, rosknum systursyni Jónasar. Samkvæmt fyrri greininni sagðist Hallgrímur hafa verið á ferð með Jónasi þegar skáldið orti „Gunnarshólma“ sumarið 1837; þeir hafi heimsótt Bjarna sem þá var amtmaður á Möðruvöllum og hann skorað á Jónas að yrkja kvæði um Gunnar á Hlíðarenda. Síðan riðu þeir frændur inn á Akureyri. Um morguninn varð Jónas þar eptir, og bað hann Hallgrím bera bréf til baka og fá amtmanni. Hann gjörði svo. En er amtmaður lauk upp bréfinu, stóð þar kvæðið. Bjarni las það, og með sýnilegri tilfinningu, og að því búnu mælti hann þessi alkunnu orð (segir Hallgrímur) „Nú er mér einsætt að hætta að yrkja.“ Þar var þá viðstaddur séra Páll Jónsson († 1889) og sannaði hann oss munnlega þessa sögu.16 Í seinni greininni rakti Matthías sömu viðburði í lengri og stílfærðari útgáfu, sem minnir raunar töluvert á þekkta lýsingu Egils sögu af því þegar Egill Skallagrímsson orti kvæði sitt „Höfuðlausn“. Eptir langa viðstöðu riðu þeir frændur þaðan um kvöldið inn á Akureyri; var þá tunglskin og blíða mikil. Á leiðinni talaði Hallgrímur eitthvað til frænda síns, sem lengst af reið þegjandi. Þá sagði Jónas: „Tala þú nú sem minnst frændi, nú skálda jeg“. Um nóttina var þeim báðum vísað til sængur í loptsherbergi, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.