Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 102
D ó m a r u m b æ k u r 102 TMM 2012 · 1 orðin eru ljósið í myrkrinu, hvíldin frá erfiðinu, hátíðin í hversdeginum. Án bókanna og orðanna er í raun lítið sem ekkert eftir til að ferja mannfólkið í gegnum ósegjanlega harða lífsbaráttuna á hjara veraldar – goðsögnin um hlut- verk orðanna og lærdómsins sem þau eru lykillinn að í íslenskri menningu, fær þarna byr undir báða vængi. * Ferðalag þeirra félaga, stráksins og Jens, er allt með miklum ólíkindabrag. Það vísar í bókmenntasöguleg kennileiti, svo sem ferð Bjarts bónda í Sumarhúsum upp á öræfin þar sem hann þarf að kljást við hvort tveggja í senn, sjálfan sig og arfleifð goðsagna eða yfirnáttúrlegra krafta. Einnig í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, enda hefur Jón Kalman sjálfur fjallað um aðdáun sína á veður- lýsingum Gunnars, sem hann segir taka öðrum fram, nema ef til vill Joseph Conrad.3 Einnig kallast lýsingarnar á við þjóðlegan fróðleik svo sem Sögu- þætti Landpóstanna og Hrakningar og heiðavegi. Og loks mætti nefna lýsingar Thors Vilhjálmssonar á landi og veðri. Strax með fyrsta manni sem þeir Jens og strákurinn hitta í leit sinni að skjóli er spurt hverjir séu á ferð, „lifandi mann- eskjur eða draugar?“ (HE bls. 151). Um leið veit lesandinn að hann er kominn aftur í rammíslenska forneskju, þægindi þéttbýlisins eru víðsfjarri og ljóst að á hinni einangruðu Vetrarströnd gilda önnur lögmál en í Plássinu þar sem nútíminn hefur rutt á brott trú á hind- urvitni og yfirnáttúru. Það fer enda svo að lokum að ferða- lagi þeirra félaganna lýkur á hádrama- tískum töfraraunsæisnótum. Þeir taka að sér að ferja með póstinum lík kot- bóndakonu yfir fjall og niður í næsta þorp, með fulltingi vinnumanns á bænum þar sem konan stóð uppi er þá bar að garði. Vinnumaðurinn, Hjalti, er jafnvel meira heljarmenni en Jens enda ekki heiglum hent að ýta líkkistu á sleða upp á heiðina í hríðarbyl. Eftir mikla hrakninga, villur og ófærur, birtist stráknum þúst í þreifandi bylnum. Hann telur látnu konuna vera þar á ferð, en í myndmálinu rennur hún saman við móður hans sjálfs og hugsanlega allar þær mæður sem leitt hafa mannanna börn í gegnum erfiðleika á lífsins vegi þegar ekkert virðist blasa við nema dauðinn. Þeir Jens missa sjónar af Hjalta vinnumanni og sögunni lýkur þar sem þeir renna af stað í snjóflóði og „skella loks af miklu afli á einhverju hörðu“ (HE bls. 358). Ekkert er mér indælt utan þín Hjarta mannsins (2011), lokabindi sög- unnar af stráknum, hefst í sjúkraher- bergi í læknishúsinu á Sléttueyri. Þar liggja þeir saman hann og Jens eftir að hafa slengst utan í húsvegginn með snjóflóðinu. Þeir eru ekki einungis komnir til byggða heldur einnig á annað og hefðbundnara tilverustig en það sem þeir brutust í gegnum á fjöllum. Draug- ar leiða þá ekki lengur áfram, og fljót- lega kemur í ljós að Hjalti vinnumaður, með sína tröllslegu krafta, virðist ekki hafa verið til nema í hugskoti þeirra félaga þegar neyðin krafðist meira afls en þeir bjuggu yfir sjálfir. Jón Kalman gerir blessunarlega enga tilraun til að útskýra tilvist Hjalta, hann treystir les- andanum sjálfum til að kunna skil á flóknum tengslum hugaróra, þjóðsagna og raunsæis. Frásögnin er tryggilega komin til byggða, þótt enn eigi veður eftir að geysa. Í þessum þriðja hluta er höfundur búinn að undirbyggja sögu sína svo vel hvað myndmál, vísanir og persónur varðar að honum reynist leikur einn að herða framvinduna nokkuð. Það er enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.