Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 102
D ó m a r u m b æ k u r
102 TMM 2012 · 1
orðin eru ljósið í myrkrinu, hvíldin frá
erfiðinu, hátíðin í hversdeginum. Án
bókanna og orðanna er í raun lítið sem
ekkert eftir til að ferja mannfólkið í
gegnum ósegjanlega harða lífsbaráttuna
á hjara veraldar – goðsögnin um hlut-
verk orðanna og lærdómsins sem þau
eru lykillinn að í íslenskri menningu,
fær þarna byr undir báða vængi.
*
Ferðalag þeirra félaga, stráksins og Jens,
er allt með miklum ólíkindabrag. Það
vísar í bókmenntasöguleg kennileiti, svo
sem ferð Bjarts bónda í Sumarhúsum
upp á öræfin þar sem hann þarf að
kljást við hvort tveggja í senn, sjálfan sig
og arfleifð goðsagna eða yfirnáttúrlegra
krafta. Einnig í Aðventu Gunnars
Gunnarssonar, enda hefur Jón Kalman
sjálfur fjallað um aðdáun sína á veður-
lýsingum Gunnars, sem hann segir taka
öðrum fram, nema ef til vill Joseph
Conrad.3 Einnig kallast lýsingarnar á
við þjóðlegan fróðleik svo sem Sögu-
þætti Landpóstanna og Hrakningar og
heiðavegi. Og loks mætti nefna lýsingar
Thors Vilhjálmssonar á landi og veðri.
Strax með fyrsta manni sem þeir Jens og
strákurinn hitta í leit sinni að skjóli er
spurt hverjir séu á ferð, „lifandi mann-
eskjur eða draugar?“ (HE bls. 151). Um
leið veit lesandinn að hann er kominn
aftur í rammíslenska forneskju, þægindi
þéttbýlisins eru víðsfjarri og ljóst að á
hinni einangruðu Vetrarströnd gilda
önnur lögmál en í Plássinu þar sem
nútíminn hefur rutt á brott trú á hind-
urvitni og yfirnáttúru.
Það fer enda svo að lokum að ferða-
lagi þeirra félaganna lýkur á hádrama-
tískum töfraraunsæisnótum. Þeir taka
að sér að ferja með póstinum lík kot-
bóndakonu yfir fjall og niður í næsta
þorp, með fulltingi vinnumanns á
bænum þar sem konan stóð uppi er þá
bar að garði. Vinnumaðurinn, Hjalti, er
jafnvel meira heljarmenni en Jens enda
ekki heiglum hent að ýta líkkistu á sleða
upp á heiðina í hríðarbyl. Eftir mikla
hrakninga, villur og ófærur, birtist
stráknum þúst í þreifandi bylnum.
Hann telur látnu konuna vera þar á ferð,
en í myndmálinu rennur hún saman við
móður hans sjálfs og hugsanlega allar
þær mæður sem leitt hafa mannanna
börn í gegnum erfiðleika á lífsins vegi
þegar ekkert virðist blasa við nema
dauðinn. Þeir Jens missa sjónar af Hjalta
vinnumanni og sögunni lýkur þar sem
þeir renna af stað í snjóflóði og „skella
loks af miklu afli á einhverju hörðu“
(HE bls. 358).
Ekkert er mér indælt utan þín
Hjarta mannsins (2011), lokabindi sög-
unnar af stráknum, hefst í sjúkraher-
bergi í læknishúsinu á Sléttueyri. Þar
liggja þeir saman hann og Jens eftir að
hafa slengst utan í húsvegginn með
snjóflóðinu. Þeir eru ekki einungis
komnir til byggða heldur einnig á annað
og hefðbundnara tilverustig en það sem
þeir brutust í gegnum á fjöllum. Draug-
ar leiða þá ekki lengur áfram, og fljót-
lega kemur í ljós að Hjalti vinnumaður,
með sína tröllslegu krafta, virðist ekki
hafa verið til nema í hugskoti þeirra
félaga þegar neyðin krafðist meira afls
en þeir bjuggu yfir sjálfir. Jón Kalman
gerir blessunarlega enga tilraun til að
útskýra tilvist Hjalta, hann treystir les-
andanum sjálfum til að kunna skil á
flóknum tengslum hugaróra, þjóðsagna
og raunsæis. Frásögnin er tryggilega
komin til byggða, þótt enn eigi veður
eftir að geysa.
Í þessum þriðja hluta er höfundur
búinn að undirbyggja sögu sína svo vel
hvað myndmál, vísanir og persónur
varðar að honum reynist leikur einn að
herða framvinduna nokkuð. Það er enda