Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 28
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n 28 TMM 2012 · 1 brúðkaupinu stóð, sýndum við heiminum bestu hliðar samfélags okkar. Þremur mánuðum síðar sýndum við þær allra verstu.“2 Orð ráðherrans enduróma meginþorra umfjöllunarinnar um óeirð irn- ar: Síendurteknar alhæfingar um hugsunarlaust ofbeldi og skemmdar- verk, hömlulausa græðgi og handahófskennda glæpi – alhæfingar sem rit höf und ur inn Darcus Howe mótmælti harkalega í viðtali við BBC- sjónvarpsstöðina.3 Þungum og hægum rómi sagðist Howe ekki kalla þetta óeirðir heldur „uppreisn fjöldans“ og þó deila megi um orðanna fyllstu merkingu er rökfræði hans sú sama og þeirra sem fjallað hafa með svipuðum hætti um arabíska vorið og norðlægari systur þess báðum megin við Atlantshafið. Í þeim tilvikum er uppreisnin eignuð fjöldanum á þeim forsendum að gjörðir þeirra sem berjast á götum úti endurspegli skoðanir og vilja stærri massa. Hvernig á það við hér? Getur verið að sömu forsendur eigi við um Lundúnaóeirðirnar? Óeirðir sem frelsun, gripdeildir sem uppreisn … Til viðbótar við vald fjallaði rithöfundurinn Laurie Penny, á öðru kvöldi óeirðanna, um annað grunnstef óeirða – það er geðhreinsun. „Fólk tekur þátt í óeirðum vegna þess að alla sína tíð hefur því verið sagt að það sé einskis virði,“ skrifaði Penny og sagði uppþotin vera ávöxt þess þegar hið niðurlægða fólk „uppgötvar að sameinað getur það gert allt – bókstaflega hvað sem er“.4 Í krafti þessa alls sem hægt er að gera, verða óeirðir að yfirtöku rýmis og algjörum umsnúningi hefðbundinnar merkingar þess. Gata sem eina mínútuna var vettvangur fyrir vöru- kaup þeirra sem búa yfir auði, hefur þá næstu verið hernumin og breytt í vígvöll þar sem valdaskekkjur eru leiðréttar. Að þessu samanlögðu ganga óeirðir fyrst og fremst út á frelsun – frelsun einstaklings eða fjölda einstaklinga, í flestum tilfellum tímabundna en á sama tíma bæði hvetjandi og fordæmisgefandi. Gripdeildir bæta svo enn öðru merkingarlagi við óeirðirnar. Versl- unargötur, stök hverfi og jafnvel heilu borgirnar verða þá fyrst að því sem þessi sömu svæði eru alla jafna sögð vera: Vettvangur raunverulega frjáls flæðis fjármagns sem hvorki pólitísk né efnahagsleg bönd halda. Franski sitúasjónistinn Guy Debord fjallaði um gripdeildir í texta sem upphaflega var dreift í Bandaríkjunum í kjölfar fjögurra daga átaka sem áttu sér stað í Los Angeles í ágúst 1965: Gripdeildir eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegu og ómannlegu samfélagi vöru- gnægðar. Þær grafa samstundis undan varningnum sem slíkum og afhjúpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.