Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 115
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 115 gerð“ sem Björn Th. og ýmsir spor- göngumenn hans eru höfundar að og tekur til tímabilsins fram að 1950. Aðeins í öðru bindi, í umfjöllun Æsu Sigurjónsdóttur um Kjarval, Finn Jóns- son og nokkra aðra listamenn á fjórða áratugnum, stendur lesandi frammi fyrir spánnýrri túlkun. Þar er sennilega markverðust sú niðurstaða Æsu að í stærstu myndum sínum og myndskreyt- ingum – sem verið hafa æði mörgum ráðgáta – hafi Kjarval verið undir áhrif- um af kenningum franska heimspek- ingsins Henri Bergson, sem hann hafi kynnst fyrir tilstilli Guðmundar Finn- bogasonar og Ólafs Dan stærðfræðings. Drungalegar raunsæismyndir Finns Jónssonar, sem Björn Th. var augljóslega ekki par ánægður með, tengir Æsa síðan með nokkuð sannfærandi hætti við kaldhamrað þýskt raunsæið á árunum milli stríða, hið svokallaða „Neue Sach- lich keit“. Hér á undan nefndi ég einnig hve ósýnt höfundum er um að tengja á milli hugmyndaheima listamanna og hug- mynda í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Vissulega reyna sumir þeirra að leita víðar fanga en áður hefur verið gert, einkum í fyrri bindunum. Í öðru bindi dregur Æsa Sigurjónsdóttir saman umræðuna um þjóðleg gildi, sem er mjög áberandi á þriðja og fjórða ára- tugnum, í sama bindi gerir Gunnar J. Árnason slíkt hið sama fyrir lista- mannadeilurnar á fjórða og fimmta ára- tugnum, fjallað er um hlutverk menn- ingartímarita í þriðja bindi o.s.fr.v. Allt er þetta fróðlegt, en margt af því mundi engu að síður flokkast undir samantekt- ir, jafnvel blaðamennsku, ekki djúpristar greiningar. Myndlist og þjóðfélagsmynd Hins vegar hefur enn ekki verið brotið til mergjar hvernig listaverkagjöf Björns Bjarnasonar sýslumanns hafði áhrif á landslagsskynjun og túlkun fyrstu íslensku listmálaranna. Né heldur hefur útbreiddur áhugi frumherjanna á sym- bólisma og guðspeki verið tekinn til rannsóknar. Módernískar tilraunir íslenskra listamanna á árunum 1915– 1930 (Jón Stefánsson, Baldvin, Muggur, Kjarval, Finnur, Magnús Á. og Ingibjörg S. Bjarnason), sem vakið hafa athygli bókmenntafræðinga, hafa ekki enn verið greindar í myndlistarsögulegu samhengi. Fróðlegt hefði verið að fá lýs- ingu á því hvernig mannræktarkenning- ar nokkurra íslenskra þjóðernissinna höfðu áhrif á þróun landslagsmálverks- ins á fjórða áratugnum. Í framhaldi af umfjöllun um hatrammar pólitískar deilur á fimmta og sjötta áratugnum hefði verið fróðlegt – já, beinlínis spennandi – að fá inn í þessa listasögu frásögnina af því þegar Nínu Tryggva- dóttur var vísað frá Bandaríkjunum, að því er virðist fyrir barnabókina „Fljúg- andi fiskisaga“. Aðeins þrjú dæmi til viðbótar: í stutt- ara- og fremur ruglingslegri umfjöllun um grafíkbylgjuna á landinu á áttunda og níunda áratugnum, virðist engum detta í hug að tengsl geti verið milli hennar og þenslunnar í byggingariðnaði á sama tíma, þegar ungt fólk þurfti að eignast ódýr myndverk til að skreyta nýju íbúðirnar sínar. Í kafla um nýja málverkið í hinu umdeilda fimmta bindi hvarflar ekki að höfundi að róttæk póli- tík hafi verið ein af undirrótum þess, jafnvel þótt allar yfirlýsingar þátttak- enda einkennist af andúð á ríkjandi stjórnmála- og menningarástandi. Sami höfundur sér heldur enga ástæðu til að skoða náttúrutengd verk þeirra Georgs Guðna, Húberts Nóa, Guðrúnar Krist- jánsdóttur, Guðbjargar Lindar og Ingi- bjargar Eyþórsdóttur í samhengi við umræðuna um Kárahnjúka og náttúru-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.