Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 21
M i n n i n g a r g r e i n u m J o e A l l a r d TMM 2012 · 1 21 Íslandi kenndi hann bókmenntir við Maryland-háskólann í herstöðinni í Keflavík; og það var einmitt þangað sem við Bragi Ólafsson fórum. Þá – árið 1994 – var Bragi Ólafsson ekki síður þekktur sem bassa- leikari með Sykurmolunum en ljóðskáld, leikskáld og skáldsagnahöf- undur. Hann átti eftir að skrifa leikrit sem notið hafa mikilla vinsælda og skáldsögur og smásögur sem borið hafa hróður hans víða. En hvar sem við vorum staddir í okkar eigin sögu þá vorum við á leiðinni upp á Keflavíkurflugvöll og af því að ameríska heimsveldið þekkti ekki taxta Rithöfundasambandsins eða önnur skáldalaun ákváðum við að taka þau út í fljótandi formi og njóta um leið leiðsagnar um þetta dularfulla svæði hersins sem annars var lokuð bók. *** Allt var frágengið. Bílstjórinn hét Árni Benediktsson. Hann hafði fengist við tilraunabúskap í Skagafirðinum, stjórnað hljóðveri og verið umboðsmaður hljómsveita. Í dag er hann kvikmyndatökumaður og við áttum seinna eftir að vinna saman að mynd um áfengissýki og lausnina frá henni. Hún heitir Sigur í tapleik, How to win a lost Game. Það var nauðsynlegt að hafa bílstjóra því við ætluðum ekki að vera í ökuhæfu ástandi. Fyrir þann sem kann að meta áfenga drykki var herstöðin gullnáma. Það hafði ég séð hjá lögregluþjónunum sem þóttust vera þátttakendur í stórmóti pílukastara. En á síðustu stundu misstum við bílstjórann. Árni datt úr skaftinu en sem fagmaður útvegaði hann okkur annan bílstjóra. Hann hét Ólafur Jónsson, nýkominn úr rússneskunámi frá Moskvu en vann sem strætisvagnabílstjóri í Reykjavík. Þetta var fyrsti brandarinn í ferðinni, tvö skáld á leið inn í ameríska heimsveldið með bílstjóra sem kann rússnesku. Ólafur ók okkur að Flughótelinu í Keflavík. Þar hittum við Joe All- ard. Hann tók á móti okkur en síðan lá leiðin í kennslustund hjá honum. Hann sagði að sjónvarpsmennirnir yrðu að fresta viðtölunum en þeir myndu hafa samband seinna. Við ókum frá Flughótelinu að vegabréfs- eftirlitinu í skúrnum, meðfram gaddavírsgirðingunni sem lokar þessa litlu Ameríku af inni á hrjóstrugri heiðinni einsog lítið spilavíti. Joe Allard var með alla pappíra og því gengum við inn í skúrinn einsog fínir menn. Tveir hermenn í skræpóttum búningum sátu við lítil sam- liggjandi borð og flettu teiknimyndablöðum. Þeir voru með heyrnar- tæki í eyrunum og vögguðu höfðinu í takti við tónlistina. Annars staðar í skúrnum stóð íslenskur lögregluþjónn, einn og yfirgefinn, í reiðuleysi, einsog uppstoppaður fugl. Ég veit ekkert hvernig á því stóð en íslenski
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.