Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2012 · 1 stjórn til Austur-Evrópu. Á bls. 248 segir Stefanía að niðurstöður fáist með atkvæðagreiðslum á ríkisstjórnarfund- um. Það er ekki rétt. Það gerist yfirleitt ekki. Það var lengi eitt ákvæði í lögum um það að ríkisstjórn tæki saman ákvörðun um mál og það var þegar lána átti þjóðargersemar, handrit, úr landi. Það fóru stundum fram skoðanakann- anir á ríkisstjórnarfundum en ekki atkvæðagreiðslur því það væri meining- arleysa. Þó skilst manni af fréttum að núverandi ríkisstjórn fjalli stundum um mál eins og hún væri fjölskipað stjórn- vald. Það þekki ég ekki og kannski á Stefanía við það. Fram kemur að for- ystumenn flokkanna hafi velt því fyrir sér að mynda minnihlutastjórn sumarið 1978. Það var aldrei gert í neinni alvöru, en það var mikið talað um það í fjöl- miðlum og Framsóknarflokkurinn bauðst til að styðja minnihlutastjórn. En forystumenn Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags höfnuðu þeim möguleika strax. Stefanía segir að lítil stemning hafi verið fyrir vinstri stjórninni í þing- flokkum Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks 1978. Það er ekki rétt, en það var lítil stemning fyrir stjórninni í Alþýðu- flokknum. Öðru máli gegndi um Alþýðubandalagið. Stefanía segir að þjóðarsáttin 1990 hafi verið í anda kjarasamninganna frá 1986. Þetta hef ég ekki heyrt eða séð fyrr og væri gaman að fá því lýst nánar. Stórmerkileg er sú ábending Stefaníu að Sjálfstæðisflokkur og/eða Framsókn- arflokkur réðu alltaf forsætisráðherrun- um frá 1927 til 2009. Jóhanna Sigurðar- dóttir er fyrsti forsætisráðherrann í átta- tíu og tvö ár sem þessir flokkar ráða ekki. Sú kenning eða klisja veður uppi að það sé auðveldara að starfa í tveggja flokka stjórnum en margra flokka stjórnum. Það er nokkuð til í því en er þó ekki einhlítt: Stjórnin 1988–91 sat út kjörtímabil og var a.m.k. þriggja ef ekki fimm flokka stjórn. Það var stjórnin sem kláraði þjóðarsáttina. Þar voru Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Fram- sóknarflokkur og Borgaraflokkur og Samtök um jafnrétti og félagshyggju – auk þess sem Alþýðubandalagið var klofið og var stjórnin því eiginlega á stundum sex flokka stjórn. Stjórnin 80–83 var þriggja til fjögurra flokka stjórn og kláraði líka kjörtímabil. Sagt er að „vegna náinna tengsla Alþýðuflokksins við verkalýðshreyf- inguna töldu til dæmis margir að stjórn- araðild hans gæti greitt fyrir friði á vinnumarkaði …“ Þetta átti oft við Alþýðubandalagið en kannski við Alþýðuflokkinn fyrir 1942. Sagt er að ríkisstjórn hafi haft samráð við aðila vinnumarkaðarins 59–71. En eftir það hafi ekki verið mikið um samráð fyrr en svo 1986. Þetta er beinlínis rangt: 71–74, 78–79 og 80–83 var náið og ítarlegt samstarf við verkalýðshreyfinguna. Í lögum um efnahagsmál var samráð meira að segja lögfest. Þá kemur fram á tveimur stöðum að ráðherrar Alþýðu- bandalagins hafi verið þrír 71–74; þeir voru tveir. Aðrir möguleikar en málþóf Málþóf er tæki stjórnarandstöðunnar – og þýðir ekkert að þræta fyrir það. Mál- þóf skilar oft árangri að mati stjórnar- andstöðu. Sjaldgæft er hitt að málþóf skili árangri að mati stjórnarflokks. Þó var það þannig vorið 1983 þegar við þrír ráðherrar Alþýðubandalagsins stóðum í ræðustólnum klukkustundum saman til að stöðva tillögu um að taka álmálið af Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra. Það málþóf tókst vel. Það er rétt sem Þorsteinn Magnússon bendir á, að það er hlægilegt þegar þingmenn eru alltaf að reyna að sverja af sér málþóf. Hér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.