Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 96
D ó m a r u m b æ k u r 96 TMM 2012 · 1 hreinasti fjársjóður. Lýsingar eru nákvæmar og trúverðugar, augljóslega byggðar á greinagóðri heimildavinnu og veita áhugaverða innsýn í lífshætti og lífsbaráttu þjóðarinnar á þessum tíma. * Vissulega má segja sem svo að allt séu þetta kunnugleg stef úr íslenskum bók- menntum í gegnum tíðina – margir sem Jón Kalman dregur fram á sögusviðið eru t.a.m. náskyldir þjóðþekktum pers- ónum Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar, ekki síst í Sjálfstæðu fólki og Aðventu, jafnt sem þeirra höf- unda seinni tíma er gert hafa sagnfræði- lega arfleið að yrkisefni sínu. Spyrja má hverju Jón Kalman hafi þarna við að bæta; hvort honum takist að glæða þennan þjóðlega efnivið nýju lífi án þess að hann verði endurtekningum eða klisjum að bráð. Því er auðsvarað: það tekst honum svo um munar. Og það er ekki síst fyrir tilstilli frásagnaraðferðar- innar. Öll verkin eru sögð í fyrstu persónu fleirtölu; af eins konar kór sem talar um „okkur“ og virðist samanstanda af öllum „hinum dauðu“, fram á okkar daga. Kórinn ávarpar lesandann beint af og til í skáletruðum köflum sem skera sig frá meginfrásögninni. Fyrir vikið verður til nokkurs konar andrými innan sögunnar sem tilheyrir fortíð sögusviðs- ins og þar sem engu er líkara en hinir dauðu tali handan sögutímans; og hlut- verk þeirra sé að fleyta frásögninni áfram til okkar tíma. Í raun er Jón Kal- man hér að beita áþekku stílbragði og í grískum leikuppfærslum fornaldar. Kór- inn kemur af og til inn í frásögnina til að hafa orð á einhverju í framvindunni – útskýra, árétta eða hnika til sjónar- horni. Rétt eins og í grísku leikritahefð- inni er stundum álitamál hvort kórinn skipti máli í megintextanum, en þegar upp er staðið og heildin skoðuð er ljóst að svo er. Kórinn leiðir lesandann áfram á meira abstrakt nótum en frásögnin annars myndi bera, hann skapar kjöl- festu sem víkkar söguna út – stækkar hana langt út fyrir þau hversdagslegu atvik sem þar eru rakin. Innri tíma verkanna þriggja spannar nefnilega tiltölulega stutt tímabil, frá síðbúnu vori og fram á haust, en eigi að síður er tímasvið frásagnarmátans óra- vítt í skynjun lesandans. Því ekki ein- ungis tekur það til allrar fortíðar sögu- sviðsins, eins og áður sagði, heldur einnig alls þess tíma sem liðið hefur fram á þessa daga. Höfundinum tekst m.ö.o. að skapa með lesandanum til- finningu fyrir því að sá tími sem er undir frá því sagan átti sér stað, þegar strákurinn lagði upp í vegferð sína undir lok nítjándu aldar, brúi bilið þangað til lesandinn fær bókina í upp- hafi þeirra tuttugustu og fyrstu. Það er engu líkara en sagan – í merkingunni mannkynssagan – segi sig sjálf; f leyti þessari miklu sagnfræðilegu vídd áfram til okkar, eins og til að árétta þá stað- reynd að við lesendur, rétt eins og strák- urinn, erum einungis sandkorn á strönd eilífðarinnar. Átök lífsins, harmleikir og hamingja verða í senn óendanlega mik- ilvæg og óbærilega léttvæg vegna frá- sagnaraðferðarinnar; afstæði tilvistar- innar blasir við. Í þessu forna sjónarhorni kórsins felst einkar áhugaverð sálfræðileg afstaða gagnvart efniviðnum. Fyrir tilstilli sjón- arhornsins tekst höfundinum að sam- þætta fortíð, ritunartíma og nútíð, sögu- legri arfleifð þjóðarinnar og hlutverki bókmennta sem hreyfiafls í gegnum aldirnar. Hið forna stílbragð verður m.ö.o. til þess að marka Jóni Kalmani listræna sérstöðu í samtímanum. Frásagnaraðferðin auðveldar lesand- anum að kynnast innri manni sögupers-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.