Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 106
D ó m a r u m b æ k u r 106 TMM 2012 · 1 Chopin í Sálin vaknar, sem syndir á vit frelsisins og kýs að deyja þannig fremur en beygja sig undir feðraveldi og smá- borgaraskap. Einnig Esther Greenwood, í Glerhjálmi Sylviu Plath, sem er svo góð sundkona að henni tekst ekki að drukkna sama hvað hún reynir, og loks stúlkuna í smásögunni meistaralegu Sund, eftir Svövu Jakobsdóttur, sem lærir að fleyta sér á meðan líf ömmu hennar, markað kvenlegri þjónustulund fyrri tíma, fjarar út. Annað teikn er skilur lesandann eftir með þá von í hjarta að „lifðu!“, ákall móður stráksins rætist, eru ljóðlínur Paradísarmissis sem skjóta upp kollin- um líkt og í kaflanum um dauða Bárðar. Þessar línur móta söguna í hring, því þótt Bárður í upphafi Himnaríkis og helvítis hafi ekki fengið að njóta Sigríðar sinnar eins og strákurinn fær að njóta Álfheiðar í hellinum, þá gafst hann aldrei upp á orðunum. Ekki einu sinni þótt hann þyrfti að deyja þeirra vegna. Þvert á móti notaði hann síðustu orkuna til að hvísla að stráknum ljóðlínunni sem hann var búin að læra og hafði vitnað til í hinsta bréfi sínu til unnustu sinnar; „ekkert er mér indælt utan þín!“ (H&H bls. 81). Þetta voru síðustu orðin sem Bárður mælti í lífinu, og þau eru ekki einungis skáldskapur í þeim kring- umstæðum sem hann mælir þau, heldur sannur og karlmannlegur hetjuskapur sem hann blæs stráknum í brjóst; ástar- játning og óður til lífsins frekar en dauðans. Þessi sömu orð hrópar strák- urinn þegar hann er að drukkna í sjón- um; „Hrópar það í þrígang og af öllum kröftum, sendir það upp eins og neyðar- blys […]“ (HM bls. 378). Og þessi kynngimögnuðu orð Miltons og Jóns frá Bægisá verða til þess að Álfhildur kemur auga á hann. Orðin verða strákn- um til bjargar, að minnsta kosti um sinn – rétt eins og þau verða Bárði að bana. Og svo mikið er víst að ef strákurinn lifir þá á hann góða von um að láta draum foreldra sinna um að lifa upp- lýstu lífi rætast, með nútímakonunni Álfhildi og undir verndarvæng Geir- þrúðar. * Jón Kalman hefur unnið þrekvirki með þessu mikla verki sem er óvenju vel skrifað og ígrundað. Frásagnarmátinn er eins og áður sagði einstakur; í senn áleitinn og ljóðrænn. Höfundinum tekst að gera grein fyrir samfélagsþróun, þjóðháttum og mannlífi á Íslandi rétt áður en nútíminn hélt innreið sína, í sömu andrá og hann greinir þýðingu heimsbókmenntanna fyrir þessa bók- elsku þjóð; hlustar eftir andardrætti orðanna, eftir heiminum á bak við heiminn, eins og segir í Harmi engl- anna. Í þessum þremur bindum býður höf- undurinn upp á ýmsar snjallar myndir af helvíti (og einstaka himnaríki): „Hel- víti er dáin manneskja“ (bls. 88), „helvíti er að hafa handleggi en engan til að faðma“ (bls. 40), „[h]elvíti er að vita ekki hvort maður er dáinn eða lifandi“ (bls. 103) og himnaríki er „kaffi og rúg- brauð“ (H&H bls. 84). Heitasta helvítið af öllum miðað við boðskap þessara bóka hlýtur þó að vera heimur án orða. Tilvísanir 1 HE: Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson, Bjartur, 2. útgáfa 2010. 2 H&H: Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson, Bjartur, 2. útgáfa, 2. prentun 2010. 3 Sjá; „Um Gunnar Gunnarsson, Aðventu og skuggann í höfði okkar“, Jón Kalman Stef- ánsson, Lesbók Morgunblaðsins, 14.01.2006. 4 HM: Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson, Bjartur, 1. útgáfa 2011.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.