Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 95
TMM 2012 · 1 95
Fríða Björk Ingvarsdóttir
Hlustað eftir
andardrætti
orðanna
Jón Kalman Stefánsson: Himnaríki og
helvíti, Bjartur 2007, Harmur englanna,
Bjartur 2009, Hjarta mannsins, Bjartur
2012
Mitt í miklu andstreymi og mannraun-
um finnur strákurinn, aðalsöguhetjan í
trílógíunni Himnaríki og helvíti, Harm-
ur englanna og Hjarta mannsins, lífs-
þrótt sinn í knýjandi þörf fyrir orð. Ástin
á skáldskapnum, þessum heimi innan
spjalda bókar sem er svo einkennilega
sannur þrátt fyrir að vera utan við hvers-
dagslegan raunheiminn, drífur hann
áfram. Strákurinn er svo nátengdur
þeirri tjáningu sem felst í orðunum að
þegar hann opnar bók, „þreifar [hann] á
lögun orðanna, hlustar eftir andardrætti
þeirra, […]“ (HE bls. 541)
Orðin eru kynngimögnuð í þessum
sögum og gegna lykilhlutverki. Þau eru
þess megnug að verða manni að bana og
halda öðrum lifandi. Þau eru alltum-
lykjandi, vangaveltur um orðin spretta
fram sí og æ, frásögnin leiðir lesandann
yfir fjöll og firnindi, á haf út og í gegn-
um verstu veður, en þegar allt kemur til
alls er stundum eins og það sjónarspil sé
einungis töfrabragð til að upplýsa hann
nánar um orð – leið til að koma heim-
spekilegum bakgrunni orða á framfæri,
ráðgátunni sem í þeim felst.
*
Í miðju verksins stendur strákurinn sem
aldrei er nefndur með nafni heldur ein-
ungis skilgreindur með þessum hætti og
verður því í huga lesandans ungur og
óreyndur, saklaus og ómótaður, fulltrúi
hins unga Íslands á mótum tveggja sam-
félaga og tveggja alda. Segja má að fyrsta
bókin um hann Himnaríki og helvíti,
fjalli um sjósókn eins og hún var stund-
uð á Íslandi rétt fyrir aldamótin 1900.
Fyrri hluti sögunnar segir af verbúðalífi
og róðrum, en sá seinni af verkunar- og
verslunarleið fisksins í kringum sjó-
sóknina í þorpinu. Í annarri bókinni,
Harmi englanna, liggur leið stráksins
upp á heiðar með landpóstinum Jens. Á
því ferðalagi fær lesandinn að kynnast
kotbúskap á afskekktum heiðum og í
afdölum. Sauðkindin tekur við af fiskin-
um sem lífsviðurværi þeirra sögupers-
óna er strákurinn og pósturinn hitta.
Sumstaðar eru þessi tveir meginstólpar
íslenskrar afkomu reyndar samofnir og
eru víða dregnar upp áhrifaríkar mynd-
ir af striti, einmanaleika og auðnuleysi
fólks sem þó hefur yfir sér menningar-
lega reisn í þessum nöturlegu aðstæð-
um. Þriðja og síðasta bókin, Hjarta
mannsins, fjallar svo um sjálft þorpið,
mannlífið sem var að mótast í þéttbýlis-
kjörnum þegar gufuskipin voru að taka
við af þilskipum. Uppgangi kaupmanna
og borgarastéttarinnar eru gerð góð skil
og líka lífsbaráttu verkafólks. Ytri veru-
leiki verksins samanstendur þannig af
flestum þeim þáttum þjóðlífsins sem
mótuðu íslenska samfélagsmynd á sögu-
tímanum fyrir röskum hundrað árum.
Hvað varðar þá þjóðfélagsmynd sem
dregin er upp, atvinnuhætti, verklag,
mataræði, aðbúnað, klæðnað og þess
háttar, eru þessi verk Jóns Kalmans
D ó m a r u m b æ k u r