Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 122

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2012 · 1 ham, aldrei allur þar sem hann er séður. Enginn mun átta sig á honum svo vel sé. Hann er ólíkindatól og afar óáreiðanleg- ur sögumaður eins og fyrr var nefnt – hvort sem hann talar um sjálfan sig eða aðra. Enginn veit hvenær hann fer með satt mál eða logið og stórýkjur eru fast einkenni hugsunarháttar hans og stíls. Í seinni hluta bókarinnar er hann til dæmis sífellt að gera hlé á dómum sínum um guð og menn til að segja frá glæsilegum uppáferðum sem hann stendur í um sama leyti og hann skrifar. Af þeim að dæma vinnur hann án afláts casanovísk afrek uppi á ungum strákum jafnt og stútungskörlum á Reykjalundi, en þar dvaldi hann síðustu átta ár ævinnar, enda gamall berklasjúklingur. Þennan tók hann þrjú hundruð sinnum, hinn enn oftar og einatt oftar en einu sinni í rykk. Kannski var Þórður „eró- tóman“ (eða kynóður) eins og hann sagði sjálfur – en hafi menn í huga að þegar hér var komið sögu var Þórður um og yfir sjötugt og var orðinn svo þungur á sér, mæðinn og fótfúinn að hann komst með erfiðismunum á milli húsa ef hann átti leið í bæinn. Meira höfum við að byggja á ef við reynum að fiska upp úr textanum nokk- ur grundvallarviðhorf hans til lífsins. Mörg eru allrar virðingar verð, ekki skal draga úr því. Við sjáum oftar en ekki, að aðdáun hans eiga vísa manneskjur sem „þola mikið mótlæti án þess að bogna eða brotna“ (31). Síðar segir hann: „Mest af öllu dáist ég að úthaldi mannsins í baráttu hans við hörð, grimm og mis- kunnarlaus örlög“ og bætir við þeirri kenningu sem hann gerir að sinni að „örlögin reynast okkur vel ef við tökum þeim vel“ (81). Þetta er vissulega til- brigði við exístensíalisma og svo Nietzsche – amor fati heitir þessi afstaða víst hjá honum. Svipaðrar ættar eru vangaveltur Þórðar um að í grimmri lífsbaráttu hans sjálfs hafi hann alltaf „látið náttúruna ráða, en hún er hafin uppyfir það sem menn kalla gott og illt“. Handan við gott og illt, semsagt, Jen- seits von Gut und Böse … Hér geta vaknað áleitnar spurningar: sá sem er handan við gott og illt setur sér reglur sjálfur og þá er fjandinn laus eða hvað? Nei – Þórður tekur kúrsinn burt frá þeirri áhyggju með því að hylla náttúr- una, sem í hans meðferð er í senn nátt- úrulegt umhverfi okkar og þær hvatir sem ráða mennsku framferði: „Ég elska náttúruna í fegurð hennar, yndi og blíðu, en tigna hana í ógnum hennar og skelfingum. Mikið finnst mér það fólk heimskt og takmarkað sem ekki getur hrifist af dramatískum atburðum. Ég fyrirlít þessar mannskepnur sem vilja að mannlífið sé eintóm sætsúpa“ (81). Ég skýt því að, að um þessi efni áttum við bréfavinirnir samleið sem kom fram í aðdáun á Dostojevskij. Hinar miklu og hrikalegu stundir og augnablik þegar allt hrynur, allt er glat- að, sem meistarinn rússneski sífellt etur persónum skáldsagna sinna út í til að þær sýni allt sem í þeim býr, reyndust mér heillandi viðfangsefni þegar ég var við nám í rússneskum bókmenntum. Og sömu þættir urðu til þess að Þórður fyrir gaf Dostojevskij það að hann í „grimmri baráttu fyrir tilverunni“ leit- aði skjóls hjá Kristi og kirkju hans. Hann sagði líka í einu bréfa sinna til mín: „Menn þurfa ekki alltaf að vera fábjánar þótt þeir séu trúhneigðir.“4 Í sömu lotu talar Þórður, eins og oft fyrr og síðar, um það að hann hafi glímt við tilveruna með því að fremja „óslitna röð af glæpum“ sem hann þó ekki iðrist því „án þeirra hefði ég gefist upp og orðið að ræfli og aumingja“ (81). Hér er þó ekki öll sagan sögð. Þórður hefur fundið sér lífsviðhorf sem á að réttlæta ómælda „frekju og ófyrirleitni“ sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.