Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 2

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 2
 2 TMM 2012 · 2 Frá ritstjóra Í þessu hefti minnumst við Guðmundar Páls Ólafssonar sem jarðsettur var þann 6. september síðastliðinn eftir stranga baráttu við krabbamein. Guðmundur Páll var ekki aðeins náttúrufræðingur og rithöfundur heldur bar með sóma titilinn þúsundþjalasmiður: fræðari, kafari, smiður, ljósmyndari, teiknari, þjóðfræðingur, orðasafnari, hugsuður, aktívisti, lista­ maður og leiðtogi íslenskra náttúruverndara. Væri orðið „lífskúnstner“ ekki svo ofnotað mætti hafa það um hann því að líf sitt gerði hann að sannkölluðu listaverki; allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af listfengi; hvort sem það voru mótmælaaðgerðir hans – sem fengu áhrifamátt sinn vegna markvissrar úrvinnslu og listrænnar alvöru – bækurnar fögru, húsavið­ gerðir, ferðalög eða bara sú vandmeðfarna iðja að sitja að spjalli. Það segir sína sögu um Guðmund Pál að þegar hann settist að í Flatey á Breiðafirði var þar hrörlegt safn hálfhruninna húsa sem erfitt var að ímynda sér annað en yrðu eyðingu að bráð innan tíðar – en þegar hann lést nú í lok sumars er litla þorpið í Flatey fegursta byggð landsins þar sem allt ber vitni um alúð og listfengi. Enginn þarf að fara í grafgötur um það hvern þátt hann átti í þeim umskiptum ásamt öðru góðu fólki. Hið sama gilti um náttúru landsins: þar sem aðrir sjá auðnir og vilja rask og rót, þar sá hann eiginleg verðmæti, möguleika og fegurð, ef aðeins væri reynt að hlusta á náttúruna, horfa á hana og virða hana. Um árabil hafði Guðmundur Páll haft í smíðum lokaverkið í sinni miklu ritröð um náttúru Íslands – Vatnið í náttúru Íslands – og ferðaðist meðal annars á þær slóðir þar sem ýmsar höfuðár Jarðar renna. Þetta verk kemur út á næsta ári, prýtt ótal myndum eftir höfundinn, þar á meðal þeirri sem hér er forsíðumynd. Við útför Guðmundar Páls fluttu nokkrir nánir vinir og samferðarmenn hans stuttar ræður, þar á meðal eina sem hér birtist. Halldór Guðmundsson gaf á sinni tíð út bækurnar um náttúru Íslands og hér lýsir hann skemmtilega samvinnu þeirra og sýn sinni á manninn. Á eftir ræðu Halldórs er birtur stuttur kafli úr væntanlegri bók Guðmundar Páls. Guðmundur Andri Thorsson Í síðasta hefti féll niður í lok athugasemdar þeirra Margrétar Þ. Jóelsdóttur og Steve Fairbarn vísun á heimasíðu þeirra – www.margretandsteve.com – og eru þau beðin velvirðingar á því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.