Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 5
TMM 2012 · 2 5 Halldór Guðmundsson Guðmundur Páll Ólafsson – bókagerðarmaður Guðmundur Páll Ólafsson var bæði snjall, afkasta­ og áhrifamikill rithöf­ undur, þótt hann hafi verið tregur til að tala þannig um sjálfan sig. Tregðan stafaði að hluta af hógværð, en kannski líka af því að í raun þrengir hug­ takið rithöfundur að honum og hans bókagerð. Því Guðmundur var svo miklu meira en höfundur, hann var bókagerðarmaður. Hann samdi ekki bara textann, hann tók myndir, teiknaði, vann skýringamyndir, lagði hönd á umbrot og hugsaði bækur sínar sem myndræna heild, já, sem nautn. Þetta á allt við um fyrsta stórvirki hans, Fugla í náttúru Íslands, sem komu út 1987. Hún var eitthvert stærsta prentverk sem þá hafði litið dagsins ljós á Íslandi. Nálgunin var í hæsta máta óvenjuleg og sjónarhornið vítt: þar var fjallað um fugla frá sjónarmiði náttúrufræða, en um leið varpað á þá ljósi skáldskapar, þjóðsagna og þjóðarsögu. Og brotið var stærra en þá hafði sést í bókum um íslenska náttúru, hér bliknuðu flestar fyrri handbækur og fræðirit. Ég segi nú kannski ekki að við hjá forlaginu höfum strax haft trú á verk­ efninu. Einsog ég hef stundum rifjað upp á góðum stundum leist okkur ekki meira en svo á þegar hann birtist hjá okkur með einhvers konar skókassa í stað handrits. Í honum leyndust nokkrar skeljar, þurrkuð blóm, teikningar og stöku steinar. Þegar við kröfðum Guðmund sagna um reynslu sem myndi nýtast við að gera þennan mikla draum að veruleika benti hann okkur á að hann hefði lært köfun, gert mynd um mannlíf á Breiðafjarðareyjum, ferðast um Ameríku þvera og endilanga í viðskiptaerindum og skrifað kennslukver um þara. Tengslin við fugla blöstu kannski ekki alveg við. En þetta sannar einmitt að hér skipti ekki öllu hvað var í skókassanum, heldur sýn þess sem kassann átti. Á endurreisnartímanum urðu til menn sem virtust vera góðir í öllu, á okkar tímum gegndarlausrar sérhæfingar eru slíkir menn kallaðir kverúlantar. Og þeir voru til sem áttuðu sig ekki á sýn Guðmundar og kunnáttu, drógu í efa að hann gæti skapað þau verk sem nú liggja fyrir. Hann afsannaði það allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.