Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 6
H a l l d ó r G u ð m u n d s s o n 6 TMM 2012 · 2 Kag kag kag, gvía gvaógvaógvaó-gukk gukk gukk – með þessum hætti skrifaði Guðmundur Páll upp hljóð sílamáfsins. Um leið og hann reyndi að gera fuglunum tæmandi skil í bók sinni var hann í raun að sprengja af sér bókar­ formið, fór nær því sem nú heitir margmiðlun. Og vandaði sig við hvern einasta þátt – en þar skilur einmitt á milli kverúlanta og endurreisnarmanna. Guðmundur Páll gerði allt vel sem hann gerði: Þeir sem voru svo heppnir að fá hafragraut hjá honum í Vorsölum í Flatey í morgunmat vita hvað ég er að tala um, og verður þó að hafa fyrirvara á orðinu morgunmatur þegar Flatey­ ingar eru annars vegar, því þeir rjúka nú ekki á fætur fyrir allar aldir. Sem minnir á annan eðlisþátt í sköpunarstarfi Guðmundar: Hann fór sér að engu óðslega. Með vandvirkni og sálarró tókst honum að koma saman hverju stórvirkinu á fætur öðru um íslenska náttúru, á undraskömmum tíma. Og vandvirknin sneri líka að sjálfri framleiðslu verksins. Mörg haustin mátti sjá gömlum húsbíl lagt fyrir utan Prentsmiðjuna Odda, þegar bækurnar voru komnar þangað í vinnslu, og á hverjum morgni kom höfundurinn, að soðnum hafragraut, út úr bílnum að líta til með verkinu. Og mitt í öllum hagkvæmnisathugunum og aðgangstakmörkunum í stórri prentsmiðju fékk Guðmundur alltaf sínu framgengt, það voru allir boðnir og búnir að leggja honum lið. Þetta var annar stórmerkilegur hæfileiki Guðmundar: að laða fólk til samstarfs við sig. En á maður að furða sig á því? Manni sem tekst meira að segja að láta mig gera gagn við smíðar, honum eru engin takmörk sett í þessu efni. Enski fagurfræðingurinn John Ruskin sagði að listin væri í því fólgin að láta gerólík atriði mynda eina heild. Þannig voru bækur Guðmundar, hvort heldur þær fjölluðu um fugla, strönd eða hálendi: afar ólíkir þættir mynduðu ótrúlega sterka heild. Fjölhæfni hans og innsýn í náttúru jafnt sem mannlíf skilaði sér í þessum verkum, og líka sú gríðarlega vinna sem hann lagði í undirbúning verkanna og þá gat meira að segja köfunin komið að notum. Í sívaxandi mæli birtu verkin sýn hans á náttúruna sem samvirka heild og þar var hann á undan okkur flestum. Bók hans um hálendið varð biblía þeirrar baráttu sem síðar var háð um verndun þess. Og núna lést hann frá verki sem fjallar um vatnið, og mun eflaust móta þá umræðu sem á eftir að verða æ plássfrekari, líka hér á landi, um vatnsbúskap mannkyns. Ég áttaði mig ekki á hversu samofin þessi heildarsýn var verkskilningi hans fyrr en við fórum tveir saman í Þjórsárver meðan hann vann að bókinni um þau. Sú hljóðláta gleði, eða hógværa nautn, sem fylgdi því að virða fyrir sér umhverfið af tjaldskörinni með honum, og kannski með dreitil af gammel, gleymist aldrei. Það var Guðmundi huggun harmi gegn síðustu vikurnar að sjá fram á að þetta mikla verk hans um vatnið muni verða að veruleika og koma út á næsta ári. Það er hlutverk okkar samstarfsfólks hans til áratuga að tryggja að svo verði. Um leið og ég votta Ingunni, dætrum Guðmundar og fjölskyldu allri mína
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.