Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 13
TMM 2012 · 2 13 Ármann Jakobsson Hverju reiddust goðin? Inngangur að tröllafræðum miðalda Ein fleygustu orð Íslandssögunnar féllu á Þingvöllum kristnitökusumarið fyrir liðlega þúsund árum. Mér þykir líklegt að ég hafi sjálfur (og eins all­ margir sem eru á mínum aldri eða eldri) haft þau úr Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem fyrst var gefin út árið 1915 en í áttunda sinn árið 1966 og var sú útgáfa endurprentuð æði oft, m.a. árið 1976. Sú bók var ætluð 10–12 ára og að minnsta kosti börnum sem voru forvitin um sögu og fortíð þótti hún svo skemmtileg að hún var lesin utan dagskrár án þess að skólinn þyrfti að gefa um það skipun. Þegar grafin voru upp gömul eintök af Íslandssögu Jónasar reyndust þessi fleygu orð standa á bls. 100 sem má heita ansi viðeigandi blaðsíða fyrir atburði ársins 1000. Orðin átti einn af fremstu foringjum kristinna manna, Snorri goði Þorgrímsson, og þau voru á þessa leið í endursögn Jónasar: Hverju reiddust goðin, þá er hraunið brann, sem nú stöndum vér á? Þessi orð eru nógu fleyg til að hafa skotið upp kolli á hinum og þessum íslenskum netsíðum vorið 2010, þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hæst, og raunar þurfti ekki það til því að sjá má þau á netinu í ýmsu samhengi fyrir gos, í umræðum um landsdóm yfir Geir Haarde og um stöðugleikasátt­ mála aðila vinnumarkaðarins. Hér verður rætt um upphaflegt samhengi orðanna, mögulega túlkun þeirra og síðan mun ég feta mig að því sem kalla mætti kjarna málsins en það eru skilgreiningar miðaldamanna á því sem við nútímamenn kennum iðulega við yfirnáttúruna. * Fyrst er rétt að kynna Snorra lauslega. Hann er einn úr þeim frekar fámenna hópi sögualdarmanna sem birtist í fjölmörgum Íslendingasögum (m.a. Njálu, Laxdælu og Eyrbyggju), hans er getið í Íslendingabók og í Landnámu og sem ættföður í Sturlungu, enda var hann barnmargur. Í sögunum kemur m.a. fram nákvæmlega hversu langlífur hann var, sem er annars fátítt um sögualdarmenn, hann lést á 68. ári; óhætt er þannig að fullyrða að um fáa 11. aldar menn eigum við fleiri og betri heimildir. Ummælin frægu um hraunið birtast fyrst í 13. aldar heimildum og eru þar reyndar ekki tilfærð á sama hátt og Jónas frá Hriflu hefur þau og við flest
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.