Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 23
TMM 2012 · 2 23 Haukur Ingvarsson „Maður þarf ekki að skrifa fyrir skúffuna“ – Stefnumót við Sölva Björn Sigurðsson – Árið 1998 gáfu tveir nemendur 6. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík út bókmenntatímaritið Blóðberg. Á forsíðunni má sjá himin og haf en á baksíðunni standa útgefendurnir Sölvi Björn Sigurðsson og Sigurður Ólafs­ son prúðbúnir í flæðarmáli, við fætur þeirra gjálfra öldur en í baksýn stingast sólstafir gegnum skýjaþykkni. Efnið var allt eftir útgefendurna en meðal þess sem Sölvi Björn lagði til voru greinar um Milan Kundera og „Söknuð“ Jóhanns Jónssonar, auk þýddra og frumsaminna ljóða. Blóðberg er lýsandi fyrir Sölva Björn því að áhugi hans á bókmenntum einskorðast ekki við eitt tiltekið form eða svið. Á þeim fjórtán árum sem liðin eru hefur hann m.a. þýtt Ofviðri (Moli 2011) Williams Shakespeare og Árstíð í helvíti (Moli 2008) eftir Arthur Rimbaud, samið fjórar skáldsögur, þrjár ljóðabækur og ritstýrt Ljóðum ungra skálda (Mál og menning 2001) og úrvali af ljóðaþýðingum móðurafa síns, Magnúsar Ásgeirssonar (Mál og menning 2001). Sölvi Björn hefur verið leitandi, verk hans eru fjölbreytt að efni og formi en ef eitthvað einkennir þau er það annars vegar tilraunamennska, hins vegar sterk vitund um bókmenntahefðina: „Það er alveg rétt að ég hef verið mjög leitandi höfundur. Flest verk mín hafa verið hliðarverkefni frá einhverju sem ég er alveg að fara að gera þannig að þetta eru að einhverju leyti atlögur. En allar mínar bækur hafa samt tekist á við eitthvað sem ég varð að koma frá mér. Ég byrjaði ungur að skrifa og af þeim sökum held ég að ég hafi leyft mér að gera hinar og þessar tilraunir. Ég hef alltaf kosið að ljúka bókum hafi það verið vinnandi vegur og gefa þær út, halda síðan áfram, prófa eitthvað nýtt og lifa með því frekar en að líta á það sem einhver afglöp. Ég hef alltaf komist að einhverju nýju við gerð hverrar bókar sem síðan hefur komið að góðum notum við gerð þeirrar næstu. Mér finnst ekkert að því að finna sjálfan sig sem höfundur með því að gefa út. Maður þarf ekki að skrifa fyrir skúffuna.“ Í nýjustu skáldsögu sinni Dálítill leiðarvísir um heldri manna eldunaraðferð og Gestkomur í Sauðlauksdal: eður hvernig skal sína þjóð upp reisa úr öskustó (Sögur 2011) horfir Sölvi Björn aftur til 18. aldar og skoðar íslenskt samfélag frá bæjardyrum Björns Halldórssonar sem hyggst lyfta anda helstu mikil­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.