Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 24
H a u k u r I n g va r s s o n 24 TMM 2012 · 2 menna Íslands með því að halda þeim veislu.1 Hin eiginlega kveikja sögunnar er tungumál aldarinnar sem Sölvi Björn kannar og bregður á leik með. Áhrif af þessu tagi eru stef í höfundarverki hans en áður skrifaði hann t.a.m. skáld­ söguna Fljótandi heimur (Mál og menning 2006) þar sem innblásturinn kom m.a. frá verkum japanska rithöfundarins Harukis Murakami. Hann hefur líka skrifað ljóðabálk þar sem næturbrölti íslensks ungskálds á börum Reykjavíkur er lýst undir tersínu­hætti. Og nú segist Sölvi Björn enn og aftur standa á tímamótum. Með flugvél beint til Frakklands fer Eftir stúdentspróf lagðist Sölvi Björn í ferðalög: „Ég flutti til Frakklands sem gerði mér kleift að lifa mig inn í 19. aldar skáldskap sem ég hafði sökkt mér í árin á undan. Ég byrjaði á því að fara í tungumálanám til Montpellier og svo til Parísar þar sem ég leigði þvottakonuherbergi í risi hjá ágætri konu. Þarna rættist sem snöggvast draumsýn um að vera bóhem í útlöndum og þýða sonnettur og yrkja ljóð yfir rauðvínstári og vindlingi. Um leið kviknaði sú árátta að vilja búa erlendis og leita sér nýrrar lífsreynslu sem víðast og það varð nánast að söfnunaráráttu að flytja á milli landa og kynna sér nýja staði og nýja menningarheima og komast í tæri við ólíkan hugsunarhátt – gera atlögu að heimsmennskunni. En ég á mína fjölskyldu hér og var alltaf með annan fótinn heima enda stóð aldrei til að loka á eftir sér hurðinni og skella í lás. En þetta hefur örugglega haft heilmikil áhrif á mig til frambúðar.“ Þýðingar eru snar þáttur í höfundarverki Sölva Björns og segja má að hann hafi fyrst vakið verulega athygli sem þýðandi árið 2000 þegar Mál og menning gaf út allar sonnettur enska skáldsins Johns Keats (1795–1821) í hans þýðingu: „Þetta var ljóðlist sem ég las í menntaskóla, af einhverjum sökum datt ég ofan í Keats miklu fremur en önnur skáld. Löngunin til að skrifa skáldskap rann saman við þennan lestur og ég byrjaði að prófa mig áfram með þýðingar á þessu efni. Þegar ég fór til útlanda í fyrsta sinn var það á stefnuskránni að reyna að koma öllum sonnettunum á eina bók og það var mjög skemmtilegt verkefni og góð æfing með tungumálið að móta einhvers konar form og finna sig hugsanlega sem skáld án þess að stíga beinlínis fram á sjónarsviðið sem slíkt.“ Í BLÁMA ÞINNA AUGNA EFTIR JOHN KEATS Í bláma himins ber að líta hvar sér bústað tunglið fann, og sólin höll. Æ blikar Venus blítt á kvöldin þar, æ brenna þar í gulli skýin öll.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.