Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 25
„ M a ð u r þa r f e k k i a ð s k r i fa f y r i r s k ú f f u n a“
TMM 2012 · 2 25
Í bláma vatns og hafs má horfa á
hve hamast villtir straumar, bundnir því
að hverfa æ, hve oft sem hæð þeir ná,
í undirheima blámans enn á ný.
Mér sjálfum skilst hve skammt ég lifi og dey
í skugga af einu bláu sumarblómi:
Af blárri klukku, blárri gleymmérei,
af bláfljólu sem stafar leyndardómi.
Þeir hlutir mína ævi og enda tjá
sem augna þinna bláma minna á.2
„Mér fannst strax bæði áhugavert og skemmtilegt að fást við þýðingar.
Og það eru svo rosalega stórar eyður í íslenskum þýðingabókmenntum að
maður getur dregið fram hvert stórskáldið á fætur öðru og reynt að þýða
það. Og það réð kannski að einhverju leyti ferðinni hjá mér þegar kom að
lestri á þessum tíma, sem var klassíkin að miklu leyti. Auðvitað las ég líka
Kundera og Murakami, og svoleiðis bókmenntir en í ljóðlistinni er það ekki
fyrr en löngu seinna sem módernisminn fer að vekja áhuga minn. Þannig að
ég var fastur í klassíkinni, rómantíkinni og franska frummódernismanum
að einhverju leyti.
Mér finnst alveg sjálfsagt að leysa frumtexta að einhverju leyti upp. Maður
heldur í rödd frumhöfundarins, merkingu og skáldskaparsýn eða reynir
það að minnsta kosti. En mér finnst mjög mikilvægt að lesturinn á nýju
þýðingunni sé einhvers konar tilbrigði við það sem geti kallast bókmenntir
líka en ekki hrá og e.t.v. þröngsýn þýðing. Mér finnst allt í lagi að færa orð
milli lína, umskapa merkingu; vera kannski frekar trúr heildarsýn höf
undarins en hverri línu fyrir sig.“
Ferðalag án endastöðvar
Fyrstu tvær ljóðabækur Sölva Björns eru sjálfsútgáfur, prentaðar í 80
eintökum og með heimagerðum kápum. Sú fyrri nefnist Ást og frelsi
(2000) en hún hefur að geyma frumsamin ljóð sem mörg hver höfðu birst
í tímaritum árin á undan, í síðari bókinni, sem nefnist Vökunætur glatuns-
hundsins (2002), eru frumbirtingar í meirihluta en þar er einnig að finna
þýðingar á ljóðum skálda á borð við Arthur Rimbaud, Charles Cros, W.H.
Auden og Elizabeth Barrett Browning. Þessar tvær bækur fóru ekki mjög
hátt en Sölvi Björn getur þeirra þó alltaf meðal útgefinna verka sinna:
„Ég held að það hafi verið meðvituð ákvörðun að leita ekki til útgefanda
með þessar bækur. Þetta var á vissan hátt prufuefni. Báðar bækurnar voru
gefnar út á Þorláksmessu sem jólagjafir til vina, kunningja og ættingja en
um leið gáfu þær færi á að safna saman ýmsu sem mér þótti vænt um, vildi
ekki að glataðist og gat alveg fellt mig við sem einhvers konar upphaf á rit