Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 25
„ M a ð u r þa r f e k k i a ð s k r i fa f y r i r s k ú f f u n a“ TMM 2012 · 2 25 Í bláma vatns og hafs má horfa á hve hamast villtir straumar, bundnir því að hverfa æ, hve oft sem hæð þeir ná, í undirheima blámans enn á ný. Mér sjálfum skilst hve skammt ég lifi og dey í skugga af einu bláu sumarblómi: Af blárri klukku, blárri gleym­mér­ei, af bláfljólu sem stafar leyndardómi. Þeir hlutir mína ævi og enda tjá sem augna þinna bláma minna á.2 „Mér fannst strax bæði áhugavert og skemmtilegt að fást við þýðingar. Og það eru svo rosalega stórar eyður í íslenskum þýðingabókmenntum að maður getur dregið fram hvert stórskáldið á fætur öðru og reynt að þýða það. Og það réð kannski að einhverju leyti ferðinni hjá mér þegar kom að lestri á þessum tíma, sem var klassíkin að miklu leyti. Auðvitað las ég líka Kundera og Murakami, og svoleiðis bókmenntir en í ljóðlistinni er það ekki fyrr en löngu seinna sem módernisminn fer að vekja áhuga minn. Þannig að ég var fastur í klassíkinni, rómantíkinni og franska frum­módernismanum að einhverju leyti. Mér finnst alveg sjálfsagt að leysa frumtexta að einhverju leyti upp. Maður heldur í rödd frumhöfundarins, merkingu og skáldskaparsýn eða reynir það að minnsta kosti. En mér finnst mjög mikilvægt að lesturinn á nýju þýðingunni sé einhvers konar tilbrigði við það sem geti kallast bókmenntir líka en ekki hrá og e.t.v. þröngsýn þýðing. Mér finnst allt í lagi að færa orð milli lína, umskapa merkingu; vera kannski frekar trúr heildarsýn höf­ undarins en hverri línu fyrir sig.“ Ferðalag án endastöðvar Fyrstu tvær ljóðabækur Sölva Björns eru sjálfsútgáfur, prentaðar í 80 eintökum og með heimagerðum kápum. Sú fyrri nefnist Ást og frelsi (2000) en hún hefur að geyma frumsamin ljóð sem mörg hver höfðu birst í tímaritum árin á undan, í síðari bókinni, sem nefnist Vökunætur glatuns- hundsins (2002), eru frumbirtingar í meirihluta en þar er einnig að finna þýðingar á ljóðum skálda á borð við Arthur Rimbaud, Charles Cros, W.H. Auden og Elizabeth Barrett Browning. Þessar tvær bækur fóru ekki mjög hátt en Sölvi Björn getur þeirra þó alltaf meðal útgefinna verka sinna: „Ég held að það hafi verið meðvituð ákvörðun að leita ekki til útgefanda með þessar bækur. Þetta var á vissan hátt prufuefni. Báðar bækurnar voru gefnar út á Þorláksmessu sem jólagjafir til vina, kunningja og ættingja en um leið gáfu þær færi á að safna saman ýmsu sem mér þótti vænt um, vildi ekki að glataðist og gat alveg fellt mig við sem einhvers konar upphaf á rit­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.