Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 34
H a u k u r I n g va r s s o n 34 TMM 2012 · 2 umhugað um það hvernig hún kemur heiminum fyrir sjónir og að fólk hagi sér samkvæmt íhaldssömum viðmiðum. Á móti kemur að hennar skapgerð og hennar veikleikar leita í allt aðrar áttir þannig að hún safnar í kringum sig fólki sem er mun lausara í rásinni en sú lífsskoðun sem hún telur sig hafa býður upp á. Hún er tvístruð milli ólíkra gilda sem eiga rætur sínar að rekja annars vegar til einhvers gamals tíma og hins vegar til nútímans. Úr þessari blöndu verður til mjög þversagnakenndur persónuleiki en á sama tíma heill – fyrir mér alla vega. Eva Briem er einfaldlega hún sjálf og af þeim sökum valtar enginn yfir hana. Og hún varð að þessum persónuleika eftir því sem leið á bókina, það tekur enginn hana í bakaríið.“ Þegar Sölvi Björn ræðir um Síðustu daga móður minnar ber hann hana gjarnan saman við ævintýri og ekki að ástæðulausu. Það er ýmislegt í frásögninni sem minnir á ævintýri eða rómönsu. Í fyrsta lagi tvinnast saman þroska­ og ferðasaga, í öðru lagi hafa sumar persónanna óbilandi trú á ástinni og hjónabönd eru innsigluð undir dynjandi lófataki, í þriðja lagi er sögusviðið ævintýralegt; bæði hælið sem stendur við enda trjáganga umlukið skógi en líka borgin Amsterdam með öll sín gömlu hús iðandi af fjölskrúðugu mannlífi: „Þetta var eini vettvangurinn þar sem hægt var að láta þessa sögu gerast. Hælið hefur táknræna merkingu fyrir mér, það er lokaður sérheimur þar sem gilda önnur lögmál. Þar rekast dauðinn og vonin alltaf á. Þetta afmarkaða rými tilheyrir ekki hversdagsleikanum sem gerir það að spennandi sögusviði og býður upp á senur og aðstæður sem myndu ekki ganga upp þar sem lífið gengur sinn vanagang. Og svo fannst mér ekki annað koma til greina en að hafa þau líka á ferðinni í borginni og ég hlakkaði alltaf til að skrifa um þau á þessu rasandi rangli sínu um Amsterdam.“ Gestkomur í Sauðlauksdal Nýjasta skáldsaga Sölva Björns, Gestkomur í Sauðlauksdal, er söguleg og fjallar um séra Björn Halldórsson (1724–1794) sem var einn merkasti fulltrúi upplýsingarinnar hér á landi. Hann skrifaði rit um landbúnað og jarðrækt, m.a. Atla sem er uppfræðslurit fyrir bændur í samtalsformi. Annar merkur upplýsingarmaður tengdist séra Birni fjölskylduböndum, enginn annar en Eggert Ólafsson (1726–1768), sem var mágur hans. Eggert lést af slysförum á Breiðafirði en örlög hans skipta máli fyrir skáldsögu Sölva Björns því að hún er sett fram í formi bréfa sem séra Björn skrifar mági sínum eftir dauða hans. Í bréfunum talar Björn tæpitungulaust til Eggerts; trúir honum fyrir persónulegum högum sínum, skoðunum á mönnum og málefnum auk þess sem hjartansmál þeirra beggja, framtíð Íslands, er honum ofarlega í huga: Ég er semsé kominn aftur í Sauðlauksdal, öldin bráðum búin og ný að taka við. Skýin leika skuggadans við fjallrykið og það er enn langt til sumars þótt komið sé fram í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.