Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 49
S a m t a l y f i r t v ö þ ú s u n d á r TMM 2012 · 2 49 Tignun hins smáa Skugga-Baldur hefur margvísleg önnur áhugaverð tengsl við Ummyndanir sem varða stíl, frásagnartækni og sjónarhorn.3 Verkið felur í sér dýnamíska samræðu við Ummyndanir og hefðina sem tengist þeim, en þungamiðja þess er fólgin í táknrænni notkun og endurritun á þessum þremur goðsögum úr Ummyndunum sem hér hafa verið nefndar. Tengslin við þær dýpka og undirstrika tvær aðalpersónur verksins, Baldur Skuggason og dóttur hans Öbbu. Titill verksins er orðaleikur sem vísar í grimmd Baldurs og tvíeðli, og afhjúpun á harðneskjulegu og ógeðfelldu eðli hans felst í ummyndun hans. Þegar horft er á frásögnina með kenningar Pýþagórasar úr Ummynd- unum til hliðsjónar sést að Baldur fær það sem hann á skilið, hann breytist þannig að útlitið verður í samræmi við innrætið og nafnið – líkt og Lýkaon. Ummyndunin á sér stað í iðrum náttúrunnar, er grótesk og blóðug, og felur í sér makleg málagjöld fyrir hann. Um leið og ummyndun hans vísar niður á við, vísar ummyndun Öbbu upp til himna, og er tignun hins veika og hrakta, þegar hún er skoðuð í ljósi þeirrar upphafningar sem felst í ummyndun í stjörnu. Abba verður frjáls frá kvaldri jarðvist. Endalok hennar eru upp­ hafning hins smáa í samfélaginu – þess veikburða sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og er beittur harðræði. Saga fórnarlambsins Fílómelu lúrir á bakvið; ást Öbbu á fuglsfjöðrum minnir á að í merkingarheimi Ummyndana tákna vængir frelsi og lausn frá þjáningu. Þetta er haganlega innrammað: þessar tvær ummyndanir, Baldurs og Öbbu, eru einmitt hliðstæður fyrstu og síðustu ummyndana manna í verki Óvíðs. Ummyndun Lýkaons, hliðstæða ummyndunar Baldurs, er sú fyrsta í verkinu, en hliðstæða ummyndunar Öbbu, upphafning sálar Júlíusar Sesars og umbreyting í stjörnu, er sú síðasta af þeim öllum. Þannig spannar litla bókin hans Sjóns stóru bókina hans Óvíðs og speglar um leið samtalið sem verkin tvö eiga í. Heimildir Brown, S. A. (1999). The Metamorphosis of Ovid. London: Duckworth. Hansen, W. (2005). Classical mythology. New York: Oxford University Press. Kristeva, J. (1991). Orð, tvíröddun og skáldsaga. (Garðar Baldvinsson þýddi). Í Spor í bókmennta- fræði 20. aldar (bls. 93–128). Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. [Upphaflega gefin út 1969]. Kristján Árnason. (2009a). Inngangur. Í Publius Ovidius Naso, Óvíð-Ummyndanir (bls. 7–28). Reykjavík: Mál og menning. Kristján Árnason. (2009b). Efniságrip og athugasemdir. Í Publius Ovidius Naso, Óvíð-Ummynd- anir (bls. 435–466). Reykjavík: Mál og menning. Otis, B. (1966). Ovid as an epic poet. London: The Syndics of the Cambridge University Press. Ovid. (1947). Heroides and Amores. London: William Heineman Ltd. Ovidi Nasonis, P. (2004). Metamorphoses. Oxford: Oxford University Press. Ovidius Naso, P. (2009). Óvíð – Ummyndanir. (Kristján Árnason þýddi). Reykjavík: Mál og menning. Sjón. (2003a). Skugga-Baldur. Reykjavík: Bjartur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.