Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 51
TMM 2012 · 2 51 Einar Kárason Hrímþursar nema land (Hugleiðing um fyrsta hluta Egilssögu) 1. Fyrsti hluti Egilssögu Skallagrímssonar segir frá Kveldúlfi, sonum hans og samskiptum þeirra við nýjan einvaldskonung í Noregi, sem enda með því að ættin yfirgefur heimahagana og leggur á hafið til að nema Ísland. Egilssaga var samin á Íslandi á fyrri hluta 13. aldar. Sjálfum þykir mér aug­ ljóst, eins og mörgum öðrum, að höfundur hennar sé Snorri Sturluson, en það skiptir reyndar ekki máli hér. Hitt er hafið yfir vafa að hún var skrifuð af miklum ritsnillingi með fágæt tök á viðamiklu efni og afburðahæfileika til mannlýsinga, höfundi sem gat leikið á merkilegan tónstiga tilfinninga, frá djúpum harmi til napurrar gamansemi. Hún er ein af elstu Íslendinga­ sögunum; kannski sú alfyrsta eins og Jónas Kristjánsson hefur stungið uppá, í það minnsta hefur fátt varðveist af handritum með sambærilegri sagnalist eldri en elstu brot af Egilssögu. Það er því áhugavert að reyna að gera sér í hugarlund hverju höfundurinn var að reyna að koma á framfæri með sínu verki. Þetta er saga um fyrstu kynslóð Íslendinga, greinir frá því hvers vegna þeir fóru hingað og hverslags menn það voru. Frásögnin í þessum fyrsta hluta hefur allar eigindir klassískrar goðsögu um landnám og nýja þjóð, og gaman væri jafnvel að ímynda sér að hún væri það eina sem við Íslendingar ættum til um uppruna okkar; bara þessa einu sögu sem á sinn hátt er jafn táknum hlaðin og sagan um bræðurna sem stofnuðu Rómarborg. Og þessi landnámsmýta er líka magnaðri en sagan um Ingólf sem nam Reykjavík, sem því nemur að þar sem eru öndvegissúlur, dauðir trédrumbar, í sögunni um Ingólf, höfum við í Egilssögu lík einfarans, mikilmennisins og varúlfsins Kveldúlfs. 2. Svona er atburðarás fyrsta hlutans í örstuttu máli: Í forgrunni eru Kveldúlfur og synir hans tveir sem eru algerar andstæður; Þórólfur er líkur sínu móður­ fólki, fríður og sjarmerandi, sannur riddari og mjög í anda nýrra tíma með konungshirð og göfugmennsku. Bróðir hans Skallagrímur er ófríður, stirfinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.