Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 52
E i n a r K á r a s o n 52 TMM 2012 · 2 í skapi, fáskiptinn og fátalaður – líkist föður þeirra bræðra sem að auki er einhverskonar varúlfur og dregur af því nafn sitt; vakir og gólar um nætur mót fullu tungli og stundum rennur á hann villidýrshamur, og þennan þátt erfa að einhverju leyti þeir nafntoguðu afkomendur hans sem honum líkjast, Skallagrímur og Egill. Glæsilegi bróðirinn Þórólfur vinnur ekki né spinnur heldur fer með köppum og ævintýramönnum í víking á sumrum og græðist mikið fé. En á sama stað er sagt frá því að Skallagrímur stundi síldfiski á vetrum með hús­ körlum. Hann og Kveldúlfur eru báðir menn jarðarinnar; smiðir, bændur, sjómenn; hagir á allt verklegt. Nýi einvaldskonungurinn, Haraldur lúfa (hárfagri), falast eftir liðveislu feðganna, að þeir gerist hans menn. Kveldúlfur hinn forvitri sér og skilur að fátt gott muni af því hljótast. Hann segir meðal annars: „Er yður þá skjótast að segja, þá er þér hittið konung yðvarn, að Kveld­Úlfur mun heima sitja um þetta herhlaup og hann mun eigi herliði safna og eigi gera sína þá heimanferð að berjast á móti Haraldi lúfu því að eg hygg að hann hafi þar byrði nóga hamingju er konungur vor hafi ei krepping fullan.“ (Íslendinga Sögur, fyrra bindi bls 370. Svart á hvítu, 1985) Skallagrímur vill þá heldur ekki gerast lendur maður, því að faðirinn „skal vera yfirmaður minn meðan hann lifir“. (Sama, 372) Og seinna bætir hann við að konunginum muni ekki þykja hann „orðsnjallur“. (Sama, 396) En Þórólfur, hinn fríði og vinsæli maður nýja tímans, verður konungs­ maður og kemst strax til metorða; eins og honum er lýst koma manni í hug bandarískir senatorar, með breið bros og mjúkmælgi. Þórólfur hefur í raun mannkosti, sem falla vel að hirðsiðum og þeim tíðaranda sem nú var að renna upp, í svo ríkum mæli að það verður honum að falli; að honum laðast svo margir menn og á hann sankast svo mikill auður og völd að hann fer á endanum að yfirskyggja sjálfan konunginn. Það endar með uppgjöri og bardaga og Þórólfur fellur á grúfu við fætur konungs, vantaði aðeins þrjú skref til að geta fellt hann. Góðir menn reyna sættir milli konungs og Kveldúlfs og úr verður að Skallagrímur dregst á að ganga á konungsfund. Í einni mögnuðustu senu allrar bókarinnar safnar hann að sér fámennri fylgdarsveit bergrisa og hálftrölla. Þar voru í flokki meðal annarra: „þeir bræður Þorbjörn krumur og Þórður beigaldi. Þeir voru kallaðir Þórörnusynir. Hún bjó skammt frá Skalla­Grími og var fjölkunnig. Beigaldi var kolbítur. Einn hét Þórir Þurs og bróðir hans Þorgeir jarðlangur. Oddur hét maður einbúi, Grís lausingi. Tólf voru þeir til fararinnar og allir hinir sterkustu menn og margir hamrammir.“ (Sama, 396) Er þeir koma að konungsgarði skilja þeir eftir vopn sín og helming flokksins utandyra og ganga svo inn. Konungur býður Skallagrími sættir og miklar sæmdir. En Skallagrímur, sá „lítt orðsnjalli“ maður svarar með ræðu sem gæti sómt sér í hverri sýnisbók um mælskulist. Með tvíræðum orðum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.